Vegagerðin hefur stuðst við svo kallaðan VetrarIndeX við deilingu fjármuna til vetrarþjónustu
milli svæða. VetrarIndeX tekur mið af lofthita, lofthitasveiflum kringum 0°C, loftraka og
daggarmarki ásamt vindhraða. Annmarkar á þessu eru að samband þjónustustigs og veðurs þar
sem þjónustustig er hátt með tilheyrandi kostnaði eins og raunin er t.d. suðvestanlands í
éljaveðri, kemur illa fram. Í þessu verkefni var beitt annarri aðferðarfræði og er tilgangurinn að
eiga í handraðanum aðra mælistiku til að meta tengsl veðurs og kostnaðar við vetrarþjónustu
Vegagerðarinnar. Gert er ráð fyrir að nota þetta nýja tól samhliða VetrarIndeX.
Einar Sveinbjörnsson, Sveinn Gauti Einarsson, Einar Pálsson
Greining kostnaðar við vetrarþjónustu með hliðsjón af veðurlagi