PDF · febrúar 2017
Akstur og öryggi erlendra ferða­manna 2016

Kafli 2.0 í þessari samantekt byggir að mestu á Dear Visitors könnuninni sem Rannsóknir og
ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RRF) hefur framkvæmt meðal erlendra brottfarargesta á fríhafnarsvæðinu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar allt frá árinu 1996 og stöðugt allt árið frá 2004 og til þessa
dags. Könnunin er í boði á sex tungumálum: ensku, norsku, þýsku, frönsku, ítölsku og spænsku.
Árlega hafa fengist á bilinu 2.700 til 4.000 svör við könnuninni og hefur svörun verið 72-78%.
Einnig er í kaflanum byggt á talningu Ferðmálastofu á brottfararfarþegum í Leifsstöð og á upplýsingum frá Austfari ehf um ferðamenn með Norrænu og ISAVIA varðandi umferð um aðra flugvelli
en Leifsstöð.
Í kafla 3.0, um notkun erlendra ferðamanna á bílaleigubílum, er einnig að hluta stuðst við Dear
Visitors könnunina (um 2.700 svör) en einnig sérkönnun sem framkvæmd var fyrir Vegagerðina í
Leifsstöð meðal erlendra brottfararferðamanna á tímabilinu maí-desember 2016 er nefndist Dear
Visitors; roads and security. Þar fengust 999 gild svör og var svörun 76%. Sú könnun var einnig í
boði á sömu sex tungumálunum og nefnd voru hér að ofan. Jafnframt er hliðsjón tekin af tölum
Vegagerðarinnar um umferð á þjóðvegum landsins og einnig sérstakri talningu sem hófst í mars
2016 á hlutfalli erlendra ökumanna sem fóru um Hvalfjarðagöng á tímabilinu febrúar 2016 til
janúar 2017 (einn könnunardagur í mánuði til reynslu). Var hún framkvæmd af starfsmönnum
Spalar fyrir Vegagerðina.
Í kafla 4.0 er nær alfarið stuðst við könnunina Dear Visitors; roads and security frá maí-desember
2016 en einnig nokkuð við spurningar fyrir Vegagerðina um álit á íslenska vegakerfinu í Dear
Visitors könnun RRF árin 2015, 2003, 1998 og 1996 (á við kafla 4.22).

Skjámynd 2025-07-11 135358
Höfundur

Rögnvaldur Guðmundsson, Eiríkur Bjarnason, Friðleifur Ingi Brynjarsson, G. Pétur Matthíasson, Katrín Halldórsdóttir, Sóley Jónasdóttir

Skrá

akstur-og-oryggi-erlendra-ferdamanna-2016.pdf

Sækja skrá

Akstur og öryggi erlendra ferðamanna 2016