Kafli 2.0 í þessari samantekt byggir að mestu á Dear Visitors könnuninni sem Rannsóknir og
ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RRF) hefur framkvæmt meðal erlendra brottfarargesta á fríhafnarsvæðinu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar allt frá árinu 1996 og stöðugt allt árið frá 2004 og til þessa
dags. Könnunin er í boði á sex tungumálum: ensku, norsku, þýsku, frönsku, ítölsku og spænsku.
Árlega hafa fengist á bilinu 2.700 til 4.000 svör við könnuninni og hefur svörun verið 72-78%.
Einnig er í kaflanum byggt á talningu Ferðmálastofu á brottfararfarþegum í Leifsstöð og á upplýsingum frá Austfari ehf um ferðamenn með Norrænu og ISAVIA varðandi umferð um aðra flugvelli
en Leifsstöð.
Í kafla 3.0, um notkun erlendra ferðamanna á bílaleigubílum, er einnig að hluta stuðst við Dear
Visitors könnunina (um 2.700 svör) en einnig sérkönnun sem framkvæmd var fyrir Vegagerðina í
Leifsstöð meðal erlendra brottfararferðamanna á tímabilinu maí-desember 2016 er nefndist Dear
Visitors; roads and security. Þar fengust 999 gild svör og var svörun 76%. Sú könnun var einnig í
boði á sömu sex tungumálunum og nefnd voru hér að ofan. Jafnframt er hliðsjón tekin af tölum
Vegagerðarinnar um umferð á þjóðvegum landsins og einnig sérstakri talningu sem hófst í mars
2016 á hlutfalli erlendra ökumanna sem fóru um Hvalfjarðagöng á tímabilinu febrúar 2016 til
janúar 2017 (einn könnunardagur í mánuði til reynslu). Var hún framkvæmd af starfsmönnum
Spalar fyrir Vegagerðina.
Í kafla 4.0 er nær alfarið stuðst við könnunina Dear Visitors; roads and security frá maí-desember
2016 en einnig nokkuð við spurningar fyrir Vegagerðina um álit á íslenska vegakerfinu í Dear
Visitors könnun RRF árin 2015, 2003, 1998 og 1996 (á við kafla 4.22).
Rögnvaldur Guðmundsson, Eiríkur Bjarnason, Friðleifur Ingi Brynjarsson, G. Pétur Matthíasson, Katrín Halldórsdóttir, Sóley Jónasdóttir
Akstur og öryggi erlendra ferðamanna 2016