PDF · júní 2018
Saman­burður á viðloð­un íslensks basalts og sænsks graníts með sænskri bikþeytu

Þessi skýrsla er prófritgerð við tækniháskólann í Stokkhólmi (KTH) og er rituð á ensku. Í
ritgerðinni er meðal annars fjallað almennt um framleiðsluferla fyrir bik og bikþeytur og
mismunandi eiginleika. Þá er fjalla sérstaklega um mismunandi gerðir klæðinga og notkun
bikþeytu við gerð þeirra.Vegna allra þessara umhverfisþátta er mikilvægt að viðloðun sé góð á milli bikþeytunnar
og steinefnanna sem eru notuð. Vegna svipaðra veðráttu í norður Svíþjóð og á Íslandi var
ákveðið að nota í tilraunina algenga bikþeytu sem er notuð um alla Svíþjóð. Bikþeytan var af
tegundinni C69 B2 og var framleidd af Nynas. Hún hefur verið notuð í mörg ár og hefur sýnt
fram á góða eignleika með sænsku graníti. Hér var notast við granít frá Skanska Södertälje að
stærð 8-11 og íslenskt basalt frá Hólabrú að stærð 5-11 til samanburðar.“
Prófunaraðferðin sem notuð er í tilrauninni, er svokallað „Vialit shock plate method“
samkvæmt staðli ÍST EN 12272-3. Aðferðinni er lýst í skýrslunni. Í samantekt
skýrsluhöfundar segir um niðurstöðurnar:
”Meginmarkmið tilraunarinnar var að sjá samanburð á milli basaltsins og sænska
granítsins. [Niðurstöður prófsins sýna að það] falla að meðaltali um 0.7 granítsteinar
samanborið við 7.7 með basalti [af stálplötunni í prófinu, prófið var endurtekið þrisvar
sinnum fyrir hvort steinefni]. Þetta gefur til kynna að viðloðunin milli granítsins og
bikþeytunnar er betri en milli basaltsins og bikþeytunnar. Viðloðunin á basaltinu er ekki slæm
í sjálfu sér (í þessu prófi) en er ekki eins góð og hjá granítinu.
Vísbendingar eru því um að aðlaga þurfi bikþeytur sérstaklega að basalti á Íslandi. Frekari
rannsóknir ætti að gera með mismunandi bikþeytum til að finna bestu bikþeytu sem virkar
með basalti."

Skjámynd 2025-07-11 125609
Höfundur

Björk Úlfarsdóttir, Sigþór Sigurðsson, Sigurður Benediktsson, Gísli Eymarsson

Verkefnastjóri

Lars J. Petterson

Skrá

interaction-between-icelandic-basalt-and-swedish-granite-with-swedish-bitumen-emulsion-minna.pdf

Sækja skrá

Samanburður á viðloðun íslensks basalts og sænsks graníts með sænskri bikþeytu