PDF · Útgáfa RH-08-2009 — maí 2009
Breyt­ingar á aust­anverð­um Skeiðar­árjökli og farvegi Skeiðar­ár 1997-2009 og fram­tíðar­horfur (skýrsla um verk­efnið „Mæl­ing á landi undir jaðri Vatna­jökuls“)

Miklar breytingar hafa orðið á sporði Skeiðarárjökuls (1. mynd) undanfarin ár.
Í kjölfar Gjálpargossins voru efldar rannsóknir á Skeiðarárjökli og því eru til
loftmyndir og hæðarlíkön af sporði jökulssins frá árinu 1997 (2. mynd). Síðan hefur
jökulinn hopað mikið og jaðarlón byrjað að myndast. Einnig hefur útfall Skeiðarár
breyst þannig að í stað þess að renna beint í austur frá austurhorni jökulsins (2. mynd)
er meginútfall hennar nú nokkru sunnar og rennur áin þaðan í suðvestur (sjá 1. og 3.
mynd). Við núverandi loftslag má vænta frekari breytinga á Skeiðarárjökli og farvegi
Skeiðarár. Í þessari skýrslu er birt nýtt botnkort af austanverðum jöklinum og greint
frá þeim breytingum sem orðið hafa á honum síðan 1997. Að lokum er reynt að meta
hvort frekari breytinga sé að vænta á farvegi Skeiðarár á næstu árum.

Skjámynd 2025-07-09 151535
Höfundur

Eyjólfur Magnússon, Helgi Björnsson, Finnur Pálsson

Skrá

breytingar-a-austanverdum-skeidararjokli-og-farvegi-skeidarar-1997-2009-og-framtidarhorfur.pdf

Sækja skrá

Breytingar á austanverðum Skeiðarárjökli og farvegi Skeiðarár 1997-2009 og framtíðarhorfur (skýrsla um verkefnið „Mæling á landi undir jaðri Vatnajökuls“)