PDF · október 2024
Hring­vegur (1-q6 – 1-q7) Ný brú á Skjálf­andafljót hjá Foss­hóli

Vegagerðin kynnir hér með byggingu nýrrar tvíbreiðrar brúar yfir Skjálfandafljót á Hringvegi í sveitarfélaginu Þingeyjarsveit. Brúin er hluti af grunnkerfi samgangna en
núverandi brú er einbreið og uppfyllir ekki öryggiskröfur Vegagerðarinnar. Brúarbyggingin er í grennd við Goðafoss sem er fjölsóttur ferðamannastaður. Brúin verður byggð yfir gljúfur árinnar neðan við núverandi brú og þarf því að ný- og endurbyggja Hringveginn á um 1,5 km löngum kafla. Tilgangur framkvæmdarinnar er að bæta vegasamgöngur á Hringveginum. Framkvæmdin er í samræmi við markmið samgönguáætlunar um að auka umferðaröryggi og fækka einbreiðum brúm. Fyrirhuguð framkvæmd fellur undir lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Tilkynna þarf framkvæmdina til Skipulagsstofnunar því hún verður innan verndarsvæðis. Vegagerðin telur að framkvæmdin hafi ekki veruleg umhverfisáhrif nema hvað varðar bættar samgöngur og bætt umferðaröryggi vegfarenda. Þegar framkvæmdum við kaflann lýkur verður komin tvíbreið brú yfir Skjálfandafljót á Hringveginum við Fosshól.

Hringvegur (1-q6-q7) Forsíða Ný brú á Skjálfandafljót hjá Fosshóli
Skrá

1-q6_mau_2024.10.31_kynningarskyrsla-1.pdf

Sækja skrá

Hringvegur (1-q6 – 1-q7) Ný brú á Skjálfandafljót hjá Fosshóli