Almenn þjón­usta

Vegagerðin annast viðhald, rekstur og umsjón þeirra mannvirkja sem hún fer með eignarhald á.

Vegagerðin gefur út upplýsingar um vetrarþjónustu annars vegar og sumarþjónustu hins vegar, auk ýmissa reglna og handbóka um þjónustu á vegakerfinu.

Almenn þjónusta eru aðgerðir og viðgerðarvinna á vegamannvirkjum og vegsvæðum sem gera þarf a.m.k. einu sinni á ári til að viðhalda því ástandi sem fyrir er og ætla má að þurfi að vera til að uppfylla þau markmið sem sett eru varðandi greiða umferð og almennt umferðaröryggi.

Yfirmaður þjónustudeildar á svæði hefur yfirumsjón með almennri þjónustu en forstöðumaður vegaþjónustu gerir áætlun um skiptingu fjárveitinga í almennri þjónustu til svæða.

Undir almenna þjónustu falla annars vegar viðhald vegmerkinga og hins vegar viðhaldssvæði.


Viðhald vegmerkinga


Viðhaldssvæði