Staf­rænn leið­togi hjá Vega­gerð­inni

  • LocationHöfuðborgarsvæðið
  • TypeSérfræðistörf
  • Employment100%
  • Application deadline2. febrúar 2026

Vegagerðin leitar að framsýnum og öflugum stafrænum leiðtoga sem hefur brennandi áhuga á að móta og leiða stafræna umbreytingu hjá Vegagerðinni með sterka áherslu á mannlega þáttinn og árangursríka breytingastjórnun.  

Unnið er þvert á svið, deildir og svæði, í nánu samstarfi við stjórnendur, starfsfólk og hagsmunaaðila, með það að markmiði að efla þjónustu, bæta innri ferla og tryggja að tækninýjungar nýtist á ábyrgan og áhrifaríkan hátt.

Helstu verkefni

  • Fylgja eftir og innleiða stafræna stefnu Vegagerðarinnar og tengd lykilverkefni í nánu samstarfi við lykilaðila. 
  • Samhæfa stafrænar aðgerðir við stefnumótun, rekstur og þjónustu. 
  • Stýra stafrænum verkefnum af öryggi og tryggja að lausnir skili raunverulegum ávinningi fyrir starfsfólk og notendur.

Hæfniskröfur

  • Framúrskarandi skilningur á tækniþróun og hvernig hún getur nýtst í opinberri þjónustu.
  • Afburða samskiptahæfni og geta til að mynda góð og jákvæð tengsl á milli starfseininga.
  • Breytingaþol og seigla í flóknum verkefnum sem krefjast úthalds.
  • Háskólamenntun á BA/BS stigi.
  • Æskilegt framhaldsnám á háskólastigi (MA/MS) í upplýsingatækni eða stjórnun.
  • Hæfni til að nýta gögn og mælikvarða til ákvarðanatöku og eftirfylgni.
  • Nýsköpunarhugsun og vilji til að prófa nýjar lausnir og nálganir.

Frekar upplýsingar um starfið

Wages according to the current collective agreement by the Minister of Finance and Economic Affairs and Viska - stéttarfélag.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Í umsókninni komi fram upplýsingar um fyrri störf og upplýsingar um þær hæfnikröfur sem óskað er eftir. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. 

Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdastofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru. Vegagerðin þróar og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins, öryggi vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Um 370 starfsmenn Vegagerðarinnar starfa á 18 starfsstöðvum víðsvegar um landið

Nánari upplýsingar veitir

Björgvin Brynjólfsson
forstöðumaður

bjorgvin.brynjolfsson
@vegagerdin.is