Sérfræð­ingur í fjár­hags­áætl­unum og grein­ingum

  • LocationHöfuðborgarsvæðið
  • TypeSérfræðistörf
  • Employment100%
  • Application deadline10. desember 2025

Vegagerðin er stærsta framkvæmdastofnun landsins og sinnir fjölbreyttum verkefnum sem tengjast viðhaldi og rekstri samgöngukerfisins. Fjármáladeild er m.a. ábyrg fyrir upplýsingagjöf um fjárhag og rekstur Vegagerðarinnar og gerð fjárhagsáætlana í samræmi við áherslur hverju sinni. Á fjármáladeild starfa 14 starfsmenn, þar af 5 í teymi fjárhagsáætlana og greininga.

Vegagerðin óskar eftir öflugum og leiðandi sérfræðingi sem fer fyrir teymi fjárhagsáætlana og greininga. Í starfinu felst þróun og rekstur verkefna sem varða fjármál Vegagerðarinnar, ábyrgð á áætlanagerð, reglubundin eftirfylgni og ítarlegar greiningar á fjárveitingum til sviða, deilda og svæða. Einnig felst í starfinu framsetning upplýsinga og kynning á fjárhagsstöðu til stjórnenda. 

Helstu verkefni

  • Stýring og eftirfylgni með fjárhagsáætlunum sviða, deilda og verkefna, ásamt ráðgjöf til stjórnenda
  • Greiningar á fjárhag og rekstri til að styðja við ákvarðanatöku innan Vegagerðarinnar
  • Fjárhagslegt eftirlit og frávikagreiningar
  • Þátttaka í þróun á fjárhagsvöruhúsi og mælaborðum
  • Framsetning fjárhagsupplýsinga til stjórnenda og hagaðila
  • Þróa verkferla sem snúa að fjárhagi og fjárhagsáætlunargerð, í samráði við forstöðumann fjármáladeildar 

Hæfniskröfur

  • Háskólapróf í viðskiptafræði, fjármálum, hagfræði eða annað sambærilegt próf sem nýtist í starfi. Framhaldsnám sem nýtist í starfi æskilegt.
  • Hæfni til að miðla tölulegum upplýsingum með greinargóðum og skýrum hætti
  • Mjög góð tölvukunnátta er skilyrði
  • Reynsla af greiningarvinnu á sviði fjármála og rekstrar
  • Reynsla af viðskiptagreind
  • Leiðtogahæfileikar og mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Hæfni til ákvarðanatöku og eftirfylgni
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli

Frekar upplýsingar um starfið

Wages according to the current collective agreement by the Minister of Finance and Economic Affairs and the relevant trade union.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Í umsókninni komi fram upplýsingar um fyrri störf og upplýsingar um þær hæfnikröfur sem óskað er eftir, auk afrita af prófskírteinum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. 

Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdastofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru. Vegagerðin þróar og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins, öryggi vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Um 370 starfsmenn Vegagerðarinnar starfa á 18 starfsstöðvum víðsvegar um landið

Nánari upplýsingar veitir

Sigurður Möller
Sigurður Möller

sigurdur.moller
@vegagerdin.is
Helgi Gunnarsson
Helgi Gunnarsson

helgi.gunnarsson
@vegagerdin.is