Öldudufl
        Á myndinni eru gefin upp tvö gildi fyrir öldu. Þau eru kennialda í metrum og meðalsveiflutími í sekúndum. Hæð öldu er mæld frá öldudal að næsta öldutoppi.
Ölduhæð á myndinni er kennialda og er skilgreind sem meðaltal af hæsta þriðjungi af öllum öldum. Hæsta alda miðað við 200 öldur getur verið 63% hærri en kennialdan.
Sveiflutími er meðaltími á milli aldna.
Lengd öldu (milli toppa) er 1,56 sinnum sveiflutími í öðru veldi.
        Dæmi:
        Kennialda 2,7 m
Meðalsveiflutími 7,9 s
Öldulengd = 1,56 × 7,9 × 7,9 = 97,4 m
        
Með því að smella innan rammans fást mæligögn frá dufli undanfarnar 24 klst.
Staðsetning dufla
        
            
                | Garðskagi | 64° 3,150´N | 22° 52,62´V | 5,24 sml. frá Garðskagavita | dýpi 60 m. | 
            
                | Breiðafjörður | 65° 15,19´N | 23° 06,62´V | 8,5 sml. rv 213° frá Flatey | dýpi 50 m. | 
            
	            | Blakknes | 65° 41,87´N | 24° 46,69´V | 13,3 sml. frá Bjargtangavita | dýpi 60 m. | 
            
	            | Straumnes | 66° 26,30´N | 23° 22,00´V | 5,5 sml. frá Straumnesvita | dýpi 67 m. | 
            
	            | Drangsnes | 65° 46,19´N | 21° 08,26´V | 8,5 sml. frá Malarhornsvita | dýpi 107 m. | 
            
	            | Grímseyjarsund | 66° 17,50´N | 18° 11,50´V | 7,3 sml. frá Gjögurtá | dýpi 96 m. | 
            
	            | Kögur | 65° 38,89´N | 13° 37,59´V | 6,6 sml. frá Kögurvita | dýpi 112 m. | 
            
	            | Hornafjörður | 64° 11,81´N | 15° 11,31´V | 2,2 sml. frá Hvanneyjarvita | dýpi 29 m. | 
            
	            | Landeyjahöfn | 63° 30,55´N | 20° 06,90´V | 1,05 sml. frá Landeyjahöfn | dýpi 30 m. | 
            
	            | Surtsey | 63° 17,14´N | 20° 20,70´V | 4,6 sml. frá Geirfuglaskeri | dýpi 134 m. | 
            
	            | Grindavík | 63° 48,80´N | 22° 27,63´V | 1,6 sml. frá Hópsnesvita | dýpi 62 m. |