Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-019
Útgáfudagur:01/30/2007
Útgáfa:1.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
Brýr Merkingar brúa

Yfirlit merkja sem eru notuð til að merkja brýr
K12.12
K12.11
K14.12
K14.11
Reglugerð Dómsmálaráðuneytis:
K12 Síma- og rafmagnsstaura og aðra slíka hluti við veg sem þrengja akbraut eða valdið geta vegfarendum hættu má merkja með skjöldum með svörtum og gulum skástrikum sem vísa að vegi.
K14 Brúarenda má merkja með skjöldum með svörtum og gulum skástrikum sem vísa að vegi.
J41.11 Merki þetta er notað með A99.11 til að vara við einbreiðri brú.
J43.xx Merki þetta er notað með viðvörunarmerki til að vara við einbreiðri brú og akbraut sem er mjórri en 3,05 m. Tveir síðustu stafir í númeri tákna breidd akbrautar í metrum með einum aukastaf. Þannig hefur merkið sem hér er sýnt númerið J43.28.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Tvíbreiðar brýr ber einungis að merkja ef þær eru þrengri en akbraut og axlir vegar og þá skal merkja þær með gátskjöldum.

Ef akbraut einbreiðrar brúar er breiðari en 3,05 metrar ber að nota viðeigandi viðvörunarmerki (A99.11, A01.11 eða A01.12) og undirmerki J41.11.
Ef akbraut brúar er 3,05 metrar eða minni ber að nota viðeigandi viðvörunarmerki (A99.11, A01.11 eða A01.12) og undirmerki J43.xx þar sem xx táknar tölur sem sýna akbrautarbreidd.

Einbreiðar brýr skal merkja samkvæmt reglum um merkingar einbreiðra brúa.