Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:7264
Útgáfudagur:09/08/2016
Útgáfa:4.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
K K01.11 Vegstika


Stikur á vegum

Stikur í göngum

Stikur á vegum með umferð í 1 átt

Reglugerð um umferðarmerki:
Vegstikur eru notaðar til að afmarka vegarbrún. Glitmerki skulu sýna hvítt endurskin. Nota skal eitt merki við hægri brún akbrautar miðað við akstursstefnu. Við vinstri brún akbrautar með umferð í eina átt skal einnig nota eitt merki, jafn stórt og merki á hægri brún og við vinstri brún akbrautar á vegi með umferð í báðar áttir skal nota tvö aðskilin merki. Í tvíbreiðum jarðgöngum við hægri brún akbrautar miðað við akstursstefnu er heimilt að hafa merkin tvö með a.m.k. 0,3 m bili á milli og við vinstri brún akbrautar er heimilt að hafa merkin tvisvar sinnum tvö með a.m.k. 0,3 m bili á milli para. Glitmerki skulu skásett þannig að þau vísi að vegi.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Stikur skulu vera gular.

Kantstikur skal setja upp á óupplýstum vegum samkvæmt eftirfarandi töflu.
Vegtegund
Tíðni
Fjöldi stika
á km
Stofnvegir
2 x 50
40
Tengivegir ÁDU > 100
2 x 50
40
Tengivegir ÁDU < 100
1 x 50
20
Héraðsvegir og Stofnvegir á hálendi
1 x 100
10
Landsvegir
1x 100
10
2 x 50 er báðum megin og á 50 metra fresti
1 x 100 er öðrum megin á og á 100 metra fresti

Æskilegt er að hafa minna bil þegar aðstæður krefjast t.d. þar sem skyggni er slæmt að vetrarlagi, við ræsi og í beygjum.
Á vegum þar sem annar kantur er stikaður og skipt er um kant við stikun skal stika á báðum köntum á a.m.k. 300 m kafla.

Á upplýstum vegum skulu kantar stikaðir, þeim megin sem ljósastaurar eru ekki, ef skyggni og aðstæður gefa sérstakt tilefni til. Ljósastaura má merkja með endurskinsmerkjum á sama hátt og stikur.

Staðsetning stika:
Þar sem stikur eru báðum megin vegar skulu þær standa gegnt hvor annarri.
Stikur skal staðsetja efst í fláa utan við vegaxlir.
Stikur skal staðsetja þannig að þær myndi línu samsíða vegi.

Lengd stika:
Hefðbundnar stikur eru 90 sm en einnig er heimilt að nota 120 sm stikur við sérstakar aðstæður.

Nota má snjóstikur K01.21 í stað venjulegra stika.
Almennar kröfur til vegstika
Vegstikur.doc

Álagsþol stika og samanburður við drög að Evrópustaðli - Skýrsla útgefin af ITÍ í september 2005
Álagsþol stika og evrópustaðall.pdf