Laus störf hjá Vegagerðinni

 
FánaborgÖll störf eru auglýst á Starfatorginu og þeir sem hafa áhuga á starfi hjá Vegagerðinni er bent á að fylgjast með á þeim vettvangi. Sum störf eru þess utan auglýst í dagblöðunum.
Hér að neðan er að finna störf sem eru auglýst þessa stundina ef einhver eru:

Forstöðumaður fjárhagsdeildar Reykjavík

Vegagerðin vinnur að öruggum og greiðum samgöngum í þágu samfélagsins alls.  Vegagerðin vinnur að uppbyggingu samgöngukerfisins með lagningu vega og þjónustu við vegakerfi landsins, þróun almenningssamgangna og samþættingu mismunandi samgönguforma. Nú vantar okkur öflugan forstöðumann fjárhagsdeildar til að taka þátt í þessu verkefni með okkur. Starfsmenn fjárhagsdeildar starfa víðsvegar um landið en starf forstöðumanns er í Reykjavík. Um er að ræða 100% starf. Umsóknarfrestur er til og með 25. mars 2019. Sjá nánar.

Byggingarverkfræðingur/byggingartæknifræðingur á hafnadeild
Vegagerðin auglýsir eftir byggingarverkfræðingi eða byggingartæknifræðingi á hafnadeild. Um er að ræða fullt starf, við hönnun hafnamannvirkja Við erum að leita eftir verk- eða tæknifræðingi sem hefur áhuga á að takast á við krefjandi verkefni á sínu fagsviði frá frumstigum hönnunar til framkvæmda. Fjölmörg verkefni eru framundan varðandi uppbyggingu hafnakerfis á Íslandi. Um er að ræða spennandi starf við hönnun hafna í krefjandi umhverfi. Umsóknarfrestur er til og með 1. april 2019. Sjá nánar

Byggingarverkfræðingur/byggingartæknifræðingur á hönnunardeild
Vegagerðin auglýsir eftir byggingarverkfræðingi eða byggingartæknifræðingi á hönnunardeild. Um er að ræða fullt starf, við hönnun umferðarmannvirkja. Við erum að leita eftir verk- eða tæknifræðingi sem hefur áhuga á að takast á við krefjandi verkefni á sínu fagsviði frá frumstigum hönnunar til framkvæmda. Fjölmörg verkefni eru framundan varðandi uppbyggingu vegakerfisins á Íslandi. Um er að ræða spennandi starf við hönnun vega í krefjandi umhverfi, um fjallvegi, firði og í þéttbýli. Umsóknarfrestur er til og með 1. april 2019. Sjá nánar .