Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-238
Útgáfudagur:05/28/2015
Útgáfa:4.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
8 Áningarstaðir, umhirða, uppsetning skilta og merking

Vegagerðin býður ferðafólk á þjóðvegum landsins velkomið að njóta náttúru Íslands á fjölmörgum og margvíslegum áningarstöðum sem útbúnir hafa verið víðsvegar um ísland. Nokkru áðir en komið er að stöðunum og við útafkeyrsluna eru viðeigandi upplýsingamerki í vegkantinum til ábendingar.

Umhirða áningarstaða
Útskýringar.pdfUmhirda_aningarstada.pdf

Uppsetning skilta - leiðbeiningar
Einfalt skilti - rammi og uppsetning
Skýringarmynd - festing ramma við jörð og við miðjustoð
Sérskilti - rammi og uppsetning
Grunnlitir notaðir á skiltum VG
Landshlutaskilti og Svæðisskilti - rammi og uppsetning
Tvöfalt svæðisskilti - rammi og uppsetning

Merkingar áningarstaða
Merki E02.63 er einkum notað til að merkja áningarstaði en stundum eru þó önnur merki notuð.
E02.63 Áningarstaður
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á stærri áningarstað þar sem eru bifreiðastæði, borð og bekkir.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Merki þetta má nota til að vísa á alla áningarstaði.

Æskilegt er að hefja vegvísun að áningarstað á undirmerki J10.11 a.m.k. 500 m fyrir framan áningarstað.

Leitast skal við að merkja áningarstaði sem eru innan við 1 km frá vegi sem vísað er frá með undirmerki J10.11 og tilheyrandi vísunarmerki J12 .

Þar sem ekið er út af vegi að áningarstað skal merkið staðsett sömu megin og áningarstaðurinn.

E02.11 Upplýsingar
Reglugerð Dómsmálaráðuneytis:
Merki þetta er notað til að vísa á stað þar sem ferðamönnum eru veittar upplýsingar með upplýsingatöflum e.þ.h.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:

Merkið vísar einnig á stað þar sem ferðamönnum eru m.a. veittar svæðisbundnar upplýsingar um ferðaþjónustu.
E02.61 Athyglisverður staður
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta er notað þar sem ástæða þykir til að benda vegfarendum á athyglisverða staði, aðra en þá sem eru merktir með sérstöku tákni.

Vinnureglur um notkun:
Athyglisverðir staður er t.a.m. fornminjar, söfn, náttúrufyrirbæri og annað sem ástæða er til að vekja athygli ferðamanna á sérstaklega.
Merkið er oft notað á rauðum staðarvísi F04.11 en einnig á upplýsingatöflum og staðarvísum.
E02.62 Gönguleið
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á upphaf gönguleiðar.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Mælt er með að takmarka notkun merkisins við leiðir sem eru merktar í landinu, það er varðaðar eða stikaðar leiðir.
E02.64 Útsýni
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á stað þaðan sem útsýni er gott.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Merki þetta má nota til að vísa á góðan útsýnisstað. Merkið skal aðeins setja upp þar sem útskot er á vegi eða þar sem vegur liggur að útsýnisstað.
D01.11 Bifreiðastæði

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta er notað til að sýna hvar bifreiðastæði eru.

D01.61 Keðjunarstaður

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta er notað til að sýna hvar eru útskot við veg sem sérstaklega eru ætluð fyrir ökumenn sem þurfa að setja á keðjur eða taka af, gjarnan við heiðarsporða.