Vestfjarðavegur (60): Eiði - Þverá


Vegagerðinni hefur verið falið að endurbyggja og leggja nýjan Vestfjarðaveg frá Eiði í Vattarfirði, um Kerlingarfjörð og Mjóafjörð að Þverá í Kjálkafirði. Um er að ræða 16,5-19,2 km langa vegagerð í Reykhólahreppi og Vesturbyggð.

Markmið framkvæmdanna er að bæta samgöngur á Vestfjörðum með því að tryggja áreiðanlegar og öruggar samgöngur á Vestfjarðavegi nr. 60 og stytta vegalengdir.

Verkinu er skipt í þrjá verkhluta. Fyrsti verkhluti felst ný- og endurlögn Vestfjarðavegar (60) frá stöð -1300 austan við Eiði að stöð 14580 vestan Þverár í Kjálkafirði. Í verkhluta 2 felst smíði 160 m langrar brúar á Mjóafjörð og í verkhluta 3 felst smíði 116 m langrar brúar á Kjálkafjörð.

Framkvæmdin er í tveimur sveitarfélögum: Reykhólahreppi í Austur-Barðastrandarsýslu og Vesturbyggð í Vestur-Barðastrandarsýslu.
.
Innihald vefsins er eingöngu ætlað ákveðnum samstarfsaðilum Vegagerðarinnar og þarfnast sérstakrar aðgangsheimildar.
....
kristinn.g.k.lyngmo@vegagerdin.is