PDF · febrúar 2023
Tillaga að mats­ferli fyrir áhættumat sigl­inga Greinar­gerð – Ferli og aðferðar­fræði

Innviðaráðuneytið fól Landhelgisgæslu Íslands, Samgöngustofu og Vegagerðinni með skipunarbréfi dags. 27. janúar 2023 að útbúa matsferli fyrir áhættumat siglinga. Óskað var eftir að þeirri vinnu yrði lokið 24. febrúar 2023.

Matsferlinu sem hérna er lýst hefur ekki verið beitt á Íslandi nema að takmörkuð leyti og því ljóst að ferlið og aðferðafræðin kemur til með að þróast við notkun.

Stofnanirnar benda á að siglingaleiðir hafa ekki verið skilgreindar sérstaklega í skipulagi áður og meginreglan hefur hingað til verið sú að sjófarendur hafa mátt telja allt hafið til siglingasvæðis. Nú liggja fyrir drög að skipulagi fyrir haf og strandsvæði fyrir Aust- og Vestfirði þar sem siglingasvæði eru skilgreind sérstaklega og ráðgerð eru svæði til annara nota en fyrir siglingar. Meta þarf áhrif slíkra skilgreindra svæða á öryggi siglinga og þá sérstaklega m.t.t. reita í nýtingarflokknum staðbundin nýting sem staðsettir eru innan hvíts ljósgeira vitaljósa.

Forsíða skýrslunnar - áhættumat siglinga
Höfundur

Landhelgisgæsla Íslands, Samgöngustofa og Vegagerðin

Skrá

ahaettimat-siglinga_greinargerd-ferli.pdf

Sækja skrá