Yfirborðsmerkingar
Merkingar á yfirborði vega eru ætlaðar til að:
- - auðvelda vegfarendum akstur og þá sérstaklega í myrkri
- - stýra umferð
- - vekja athygli á hættum
- - fræða vegfarendur um aðstæður sem framundan eru og þar sem sýna þarf aðgát af einhverju tagi
Yfirborðsmerkingar koma ekki í staðinn fyrir umferðarskilti heldur eru þær notaðar til að leggja áherslu á umferðarmerkingar sbr. sebramerkingar við gangbrautarskilti.
Veghönnunarreglur - Kafli 08 Yfirborðsmerkingar 1.sept. 2019
(handbækur útgefnar af Þjónustudeild Vegagerðarinnar)