Leiðbeiningar og staðlar vegna vetrarþjónustu

Efni til hálkuvarna


Til hálkueyðingar á vegum er að jafnaði notað salt (NaCl) nema á húsagötum, bifreiðastæðum og gönguleiðum, en þar er notaður sandur. Pækill hentar best til nota við forvarnir, á þunnan ís eða á hrím. Ekkert af algengustu hálkuvarnarefnunum virkar án vætu og verða efnin að komast í snertingu við raka og breytast í vökva (pækil). Vökvinn nær í gegnum ísinn og losar hann. Rétt notkun er að miða hálkuvörn við að losa hálku frá yfirborði vegar og síðan að fjarlægja snjó / ís.
Efnin virka misjafnlega eftir aðstæðum. Ástæðan er upplausnartími efnanna. Klórinn (CaCl2) virkar best (en er allt of dýr).Varast þarf að nota of mikið magn og ætla síðan að bíða eftir fullnaðarbráðnun.

Hvaða efni skal nota:
Skilyrði
Efni
Forvarnir vegna þunns íss eða hríms
Pækill
Snjókoma
Forbleytt (eða þurrt) salt
Minnkun hálku á blautum ís( bráðnandi)
Fínn sandur
Minnkun hálku á þurrum ís
Grófur sandur
Troðinn snjór og ís
Pækilblandaður sandur
Önnur hálkuskilyrði
Forbleytt salt


Algeng efni til hálkuvarna:
Natríum klórið - SALT tekur til sín hita (20 kcal/kg). Hitinn frá umferðinni hjálpar þó saltinu töluvert
Calcium klórið (CaCl2 ) - KLÓR gefur frá sér hita við við bráðnun. Hægt að nota við meiri kulda en önnur hálkuvarnarefni. Æskilegur styrkleiki 29,8% (mettun 32%)
Framleitt sem flögur og kögglar. Kögglar betri í hálkuvarnir, hærri mettunarprósenta og það er betra að dreifa þeim. Geymist illa í röku umhverfi (t.d. utandyra)
Sandur

Minna notuð efni:
Magnesium klórið - MAGNESIUM
CMA ( » kalk og borðedik)
Pottassium klórið KAc
Urea

Pækill
Kostirnir við saltpækil er að saltmagn í upplausn er lítið og næstum 100% af dreifðu magni situr eftir á veginum.
Pækillinn er oftast framleiddur úr NaCl blöndu, en stundum úr CaCl2 blöndu sem er sterkari og dýrari.
Pækill hentar best til nota við forvarnir, á þunnan ís eða á hrím. Ekki skal nota pækil á þykkan ís eða snjó.

Blöndun: Magn salts í pækilblöndu skal vera 20-25 % þyngdar. (ca. 1,18 kg/l.).

Þyngd þurrefnis í rúmmetra vatns (kg/m3):
Upplausnarstyrkur
Salt (NaCl)
Calsium (CaCl2)
10%
96
139
15%
156
218
20%
204
303
Mettað
228
491
Tvær aðferðir eru notaðar við framleiðslu, þ.e. baðblöndun sem fer fram þannig að salt leysist upp í vatnsbaði, og samfelld blöndun þar sem vatni er sprautað í gegnum salt undir þrýstingi.

Pækli er dreift úr tankbíl með þar til gerðum búnaði, þ.e. dísum eða snúningsdiski.
Pækildreifari afkastar magni frá 5 g/m² - 60 g/m² miðað við 5 m dreifibreidd og 55-60 km/klst aksturshraða.
Magn ákvarðast þó af aksturs- og veðurskilyrðum skv. töflu.

Pækill hentar vel til forvarna gegn hrímmyndun og “black ice”. Hann virkar strax eftir dreifingu.

Pækill ( 25% upplausn á 7 m breiðan veg)
Vegyfirborð hitastig
eða veðurfar
Hált yfirborð
Forvarnir gegn
ísmyndun og hrími
Snjór og slydda
Mikill kuldi
kg/km
g/m2
kg/km
g/m2
kg/km
g/m2
kg/km
g/m2
+...-2°C
35-140
5-20
35-105
5-15
+...-3°C
140-280
20-40
Stöðugt
70-140
10-20
Breytilegt
70-210
10-30
Miðað við notkun á 14 g/m² á 7 m breiðan veg dugar 1 dl á hvern meter vegar.
Yfirborð vegar verður að vera rakt, ekki blautt, til þess að umferðin þurrki veginn sem fyrst.
Þegar verður er mjög kalt (<-10°C) getur pækilsöltun ásamt nokkurri umferð bætt akstursskilyrði.

Kostir við pækil
Gallar við pækil
Lítil saltnotkun (5 g/m²)
Mjög hröð virkni
Mikill dreifingarhraði (60 km/klst)
Forvarnaraðgerð (haust og vor)
Dugar vel í ísingu (10 klst)
Getur frosið ef bl. er veik eða frost > -3°C
Getur frosið ef umferð er lítil (VDU<1000)
Ónothæfur á þykkan klaka (>5-10 mm.)
Ónothæfur í mikilli snjódýpt og snjókomu

Salt
Til hálkuvarna hentar best að nota sjávarsalt með kornadreifingu 0-8 mm. eða steinsalt með kornastærð 0-3 mm. Það skal vera kögglalaust og þurrt (vatn< 4%) og án aðskotahluta. Best er að geyma saltið á þurrum, köldum stað til þess að koma í veg fyrir að loftraki leysi það upp eða köggli það. Kalt loft inniheldur mun minni raka en heitt.

Þurrsalt:
Ráðlegt er að dreifa ekki þurru salti til hálkuvarna og alls ekki til fyrirbyggjandi aðgerða. Ef þurrsalt er notað er einna helst að nota það í snjókomu. Í flestum tilfellum fýkur þurrsalt af vegi áður en það nær að bráðna þegar einhver vindur er eða hvirflar frá bílaumferð feykja því í burtu.
Þurrsalt skal að öðru jöfnu ekki nota nema í þeim tilvikum að tækjabúnaður hafi ekki forbleytingarbúnað. Dreifingarhraði skal ekki vera meiri en 30 km/klst. Magn skal ráðast af aðstæðum sbr. töflu fyrir forbleytt salt.

Forbleytt salt:
Tilgangurinn með forbleytingu salts er að auka þyngd þess, binda fínkorna salt, gera saltið límkennt og að auka rakainnihaldið til þess að flýta bráðnun þess.
Tvær aðferðir eru til við forbleytingu salts. Önnur er að pækli er sprautað yfir saltið rétt framan við dreifidisk. Hin er að bæta vatni í saltkistuna á bílnum þegar búið er að setja saltið í hana. Ef salt er forbleytt á dreifidiski er hægt að stilla vökvamagn milli 0 og 30% af þyngd. Ef salt er forbleytt í saltkistu er hæfilegt magn 80-100 l/m3 þó háð tegund dreifara og hve vel gengur að losa saltið úr dreifara. Mikilvægt er að gefa vökvanum tíma til að blandast saltinu. Þegar bleytt er í saltkistu á bíl ber að varast að geyma saltið þar sem það á til að harðna í kistunni. Ráðlegt er að dreifa salti í mjórri dreifikeilu, því þá situr saltið frekar á veginum. Á stofnvegi með óskiptum akreinum skal dreifa með keilubreidd 3-4 m á miðjan veginn. Þegar væta er á vegi, eða snjókoma er 2 m keilubreidd nægileg.

Forbleytt salt miðað við 6-7 m breiðan stofnveg. Frávik í töflunni miðast við reynslutölur:
Vegyfirborð hitastig
eða veðurfar
Hált yfirborð
Hrím
Frosið yfirborð
Snjókoma
kg/km
g/m2
kg/km
g/m2
kg/km
g/m2
kg/km
g/m2
+...-2°C
14-35
2-5
70-175
10-25
+...-3°C
35-140
5-20
Stöðugt
70-140
10-20
Breytilegt
70-210
10-30

Kostir forbleytts salt miðað við þurrt salt:
Saltið dreifist jafnar og minna fer til spillis, það þyrlast síður út fyrir akbrautina.
Saltið binst betur við vegyfirborð.
Saltið hefur hraðari og betri virkni, það endist betur
Hraði við dreifingu er meiri, 40-50 km/klst.
Í sumum tilfellum þornar yfirborð fyrr en ella vegna hraðari upplausnar.
Minni saltnotkun eða 23%. Saltnotkun í pækli er þó allt að 70% minni en saltnotkun miðað við þurrt salt.
Bleytt salt hentar vel til forsöltunar.


Kostir við salt
Gallar við salt
hagkvæmt
fljótvirkt
meðhöndlun viðráðanleg
löng þróun tækja og aðferða
umhverfisáhrif
ryð á bílum og mannvirkjum alkalískemmdir
óþrif á vegmerkingum o.fl.
tjöruhimna á dekkjum

Samanburður á endingu þurrs og bleytts salts samkvæmt þýskum mælingum:
Salt
100 bílar á 90 km/h
1000 bílar á 90 km/klst
Þurrt
20% eftir
10% eftir
Bleytt
80% eftir
40% eftir

Saltmagn til hálkuvarna:
Ástand vegar
Pækill
(g/m2)
Bleytt salt
(g/m2)
Þurrt salt
(g/m2)
Þurr
10-15
2-5
Ekki ráðlagt
Blautur
15-20
5-10
10-15
Hrím / þunnur ís
20-40
10-15
Ekki ráðlagt
Snjór
Ekki ráðlagt
15-25
15-25
Snjór og snjókoma
Ekki ráðlagt
25-30
25-30

Hlutfallslegt saltmagn:
Aðstæður
Pækill
Forbleytt salt
Þurrt salt
Ís / frost
25
70
100
Ís / snjór
33
75
100
Ís / snjóföl
30
75
100
Snjókoma
100
100
100

Salt - Efnisgæði
Eftirfarandi kröfur eru gerðar til salts:

Kornadreifing:
Gegnum sigti
Þyngdarprósent
0,5 mm skulu fara
0 - 10
1 mm skulu fara
0 - 30
2 mm skulu fara
20 - 65
4 mm skulu fara
65 - 100
8 mm skulu fara
95 - 100

Uppleysanleiki í vatni skal vera minnst 97,0 %

Efnasamsetning:
NaClminnst 95,0 % (af þurrefni)
Kaliumferrocyanidminnst 100 ppm (hlutar af miljón)
mest 200 ppm (hlutar af miljón)

Vatnsinnihald má vera mest 4,0 %.

Sandur
Til hálkuvarnar skal nota flokkaðan brotinn (fínan) sand með kornadreifingu eftir aðstæðum, 0-6 mm ef bráðnun á sér stað á vegyfirborði (blautur ís), en grófari sand, 4-6 mm þegar stráð er á þurran ís. Brotið efni gefur mun betri árangur og skal því leitast við að nota það, sé það til staðar. Í þéttbýli má sandur vera af kornastærð 2-8 mm.

Sandmagn sem dreift er skal vera 150-350 g/m², eða 0,3-0,5 m3 á lengdar-km. Nota skal magn nær hærri mörkum ef sandur er fínn, en nær lægri mörkum ef sandur er grófur. Dreifingarhraði er u.þ.b. 30-40 km/klst.

Hálkuvarnir með sandi eru fyrst og fremst hugsaðar til þess að minnka hálku á vegi huldum snjó eða klaka, en ekki til að bræða hálku, eins og salt gerir. Hreinn sandur virkar sem hálkuvörn um leið og honum hefur verið dreift, en hætta er á að hann fjúki af vegi ef vegur er þurr. Sandur á blautan ís er góður kostur. Sandur endist reyndar yfirleitt mjög stutt sem hálkuvörn og því ber að fylgjast vel með ástandi vegar þar sem sandur er notaður sem hálkuvörn.

Ef notaður er upphitaður sandur skal miða við að hitastig frá dreifara sé 70-160°C. Grófur sandur heldur betur í sér hita en fínn. Dreifingarmagn skal vera eins og að ofan greinir. Ekki er ráðlegt að dreifa upphituðum sandi ef sandurinn er fínefnaríkur. Æskileg kornadreifing er 4-6 mm.

Hottstone - Grófur sandur sjóðhitaður með gasi fyrir dreifingu.
Hitar sand í 180 °C með lofti (olíubrennurum)
Kostir - Gefur góða virkni eftir mikla umferð 10 - 20 falt miðað við ómeðhöndlaðan sand
Ókostur - Hitun dýr og tímafrek - tæknileg vandamál með búnað

Friction Maker -Grófur sandur hitaður með vatni fyrir dreifingu.
Hitar sand með vatni ( 180 °C)
Kostir - Endist allt að 20 falt miðað við ómeðhöndlaðan sand
Nota mætti hitaveituvatn
Ekki miklar breytingar á núverandi búnaði

Pækilblandaður sandur:
Til að forðast frostmyndun í sandi og til að auka viðloðun sands við vegyfirborð er pækli blandað í sand. Aðal kosturinn er að þá frýs sandurinn ekki í dreifurunum.
Pækilblandaður sandur er notaður á umferðarþungum vegum við lágt hitastig, þar sem notkun salts er ekki ráðlögð og í snjókomu og skafrenningi, einkum á fjallvegum. Dreifingarhraði er u.þ.b. 30-40 km/klst.

Pækilblandaðan sand skal geyma á þurrum og köldum stað til þess að koma í veg fyrir að saltið (pækillinn) renni úr sandinum, sé um langtímageymslu að ræða.

Pækli má blanda saman við sand til að geyma á lager (haugsetning) eða rétt áður honum er dreift.
Þegar blandað er í einhverju magni er mikilvægt að blandan sé nákvæm til þess að forðast ofnotkun eða vannotkun á salti. Æskilegt hlutfall af pækli er 3-5% (því þurrari sandur því hærra hlutfall). Forðast ber yfirmettunum til að missa ekki pækilinn úr haugnum.

Hægt er blanda sterkar blöndur (30-50% salt sem hlutfall af sandi) til að fá fram skjóta virki og bræðsluáhrif um leið, t.d. í hláku til að losna við ís á vegi.