Leiðbeiningar og staðlar vegna vetrarþjónustu

Hálkuvarnir


Hálkuvarnir samkvæmt skilgreiningu Vegagerðarinnar eru fyrst og fremst fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir hálku en einnig aðgerðir eftir að hálka hefur myndast.


Mögulegar aðferðir við hálkuvarnir eru eftirfarandi:
  • Bíða - umferð eyðir hálku.
  • Minnka snjó, þannig að fyrr sjáist í autt.
  • Rífa upp klaka / ís.
  • Sanda hættulega staði.
  • Salta hættulega staði.
  • Viðvarandi hálkuvörn með salti eða sandi.
  • Upphitun hálkusvæða


Fyrirbyggjandi aðgerðir eru valkostur í hálkuvörn. Þegar ákvörðun er tekin um fyrirbyggjandi aðgerðir þarf að taka mið af:
  • Langtímaspá
  • Ástandi vegar og veðurfari
  • Veðurútliti næstu klukkustundir
  • Umferðarflæði


Nota skal alla mögulega tækni sem er fyrir hendi s.s. veðurspár, myndavélar og viðnámsmælingar. Þegar við á þarf að senda eftirlitsmenn á þjónustubílum til að meta aðstæður.

Hálkuvarið í hálku og flughálku
Hálkuvarið í flughálku
Vegir í þjónustuflokki 1
Vegir í þjónustuflokki 2
Varasamir staðir á vegum í þjónustuflokki 2
Varasamir staðir á vegum í þjónustuflokki 3 og 4
Mjög varasamir staðir á vegum í þjónustuflokki 3 og 4