Leiðbeiningar og staðlar vegna vetrarþjónustu

Viðnámsstuðull


Viðnámsstuðullinn er stærð á bilinu 0-1 þar sem 0 er ekkert viðnám og 1 er fullt viðnám. Skilgreiningar þar sem viðnám er annað hvort 0 eða 1 finnast ekki, þar sem enginn vegur er án nokkurs viðnáms né heldur með fullt viðnám.
Miðað er við að viðnámsstuðull sé mældur á umferðarhraðanum 60 km/klst. Viðnám lækkar með hækkandi umferðarhraða.

Þegar viðnámsstuðull er lægri en 0,25 er vegástand skilgreint sem hálka.
Þegar viðnámsstuðull er lægri en 0,15 er vegástand skilgreint sem flughálka.

Eftirfarandi tafla sýnir dæmigerð gildi viðnámsstuðuls fyrir mismunandi ástand vegar.
Ástand yfirborðs vegar
Viðnámsstuðull
Blautur ís, glæra
0,05 - 0,15
Þjappaður snjór
0,20 - 0,25
Nýfallinn snjór
0,30 - 0,35
Blautt vegyfirborð
0,40 - 0,60
Þurrt vegyfirborð
0,60 - 0,80

Viðnámsstuðull og hemlunarvegalengd við mismunandi hraða.


Krafa um að viðnámsstuðull skuli vera hærri en 0,15 þýðir að hemlunarvegalengd ökutækis má ekki vera meiri en 100 m þegar ekið er á 60 km/klst.
Krafa um að viðnámsstuðull skuli vera hærri en 0,25 þýðir að hemlunarvegalengd ökutækis má ekki vera meiri en 60 m þegar ekið er á 60 km/klst.

Viðnámsstuðull vegyfirborðs við mismunandi hálkuvarnir og mismunandi hálkuástand:
Ástand yfirborðs vegar
Viðnámsstuðull
Óvarinn vegur, flughálka
< 0,15
Sandað á flughálku
0,20-0,30
Saltblandaður sandur á flughálku
0,25-0,35
Salt á flughálku
0,30-0,60
Pækilblandaður sandur
á eftir að mæla
Hér er átt við ástand vegar þegar viðkomandi hálkuvörn hefur náð virkni. Tími frá dreifingu þar til virkni er náð er mismunandi eftir aðferðum.
Sandur virkar nánast strax eftir dreifingu, sama er að segja um saltblandaðan sand en salt þarf tíma til þess að leysast upp.
Einnig er virki efnanna mismunandi löng.