Leiðbeiningar og staðlar vegna vetrarþjónustu

Mat á hálku


Hálka er mæld með viðnámsmælum og hálkumælum.

Viðnámsmælar
Vegagerðin notar 2 gerðir af viðnámsmælum:
  • Skiddometer BV 11 viðnámsmælirinn mælir viðnám (veggrip) í hálku og bleytu. Mælirinn er kerra með 3 jafnstórum hjólum sem er dregið á föstum hraða yfir þann vegkafla sem mæla á. Miðhjólið er gírað niður með þeim hætti að bremsunin er 17% þegar hjólið er niðri. Þetta er í því raun vandlega stýrð bremsun. Þetta er nákvæm mæling og kosturinn er sá að enginn raunveruleg bremsun fer fram.
  • Coralba viðnámsmæla.Hálkumælar
Þegar veghiti er undir frostmarki og mikill raki í lofti er mikil hætta á hálku. Samlestur veghita- og rakamæla getur gefið sterka vísbendingar um hálku. Hægt er mæla hálku beint með svokölluðum leiðnimælum. Leiðni íss er meiri en leiðni bleytu sem er meiri en leiðni lofts. Þannig er því hægt að sjá hvort ísing (hálka) sé á veginum.

Hálkumælar eru fastir í vegi.