Fréttir
  • Drög að matsáætlun vegna Dynjandisheiði og Bíldudalsvegar

Vestfjarðavegur (60) um Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur (63) - drög að matsáætlun kynnt

Athugasemdafrestur er til 31. júlí 2017

5.7.2017

Vegagerðin kynnir drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Vestfjarðavegi (60) um Dynjandisheiði og á Bíldudalsvegi (63) frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði. Markmið framkvæmdarinnar er að opna heilsárshringveg um Vestfirði með því að bæta samgöngur um Vestfjarðaveg (60) milli norðan- og sunnanverðra Vestfjarða og um Bíldudalsveg (63) milli Bíldudals og Vestfjarðavegar. 


Núverandi Vestfjarðavegur er 41,1 km langur en gert er ráð fyrir að nýr vegur verði 35,4-39,2 km langur, háð leiðarvali. Áætlanir eru um að meta umhverfisáhrif þriggja veglína, þ.e.a.s. A, B og C.  

Núverandi Bíldudalsvegur er 29,1 km langur en gert er ráð fyrir að nýr vegur verði aðeins styttri. 

Sjá einnig hér.

Almenningur getur gert athugasemdir við áætlunina og er athugasemdafrestur til 31. júlí 2017. Athugasemdir skal  senda með tölvupósti til helga.adalgeirsdottir@vegagerdin.is eða til Vegagerðarinnar, Miðhúsavegi 1, 600 Akureyri.