Fréttir
 • Ölfusárbrú
 • Ölfusárbrú
 • Ölfusárbrú
 • Ölfusárbrú
 • Ölfusárbrú
 • Ölfusárbrú
 • Ölfusárbrú
 • Hellisheiði malbikun
 • Hellisheiði malbikun
 • Hellisheiði malbikun
 • Hellisheiði malbikun

Vel unnin verk í sumar

margt unnið í vegagerð að undanförnu

20.8.2018

Líkt og vegfarendur margir hafa tekið eftir þá hefur mikið verið að gera í viðhaldi vega í sumar. Það hefur þurft að loka vegum og fólk hefur tafist um stund vegna stórra sem smárra verka. Þessi verk eru nauðsynleg en í sumar hefur verið unnið fyrir meira fé en mörg undanfarin ár. Síðan hefur rigningatíð fyrri hluta sumars leitt til þess að enn meira hefur verið umleikis nú síðsumars. Nefna má tvö stórverkefni sem er malbikun á Hellisheiði og lagning ný slitlags á Ölfusárbrú.


Verktakar eru fjölmargir sem koma að þessum verkum sem og starfsmenn Vegagerðarinnar. Er þeim öllum þakkað frábært verk sem og ökumönnum og öðrum vegfarendum fyrir þolinmæðina.

Í Ölfusárbrú, sem þurfti að loka í nokkra daga, fóru 25 m3 af hástyrkleika steypu þar sem 600 kg af sementi fóru í hvern m3,  Alls komu um 8 mismunandi aðilar að verkinu og m.a. þurfti að taka niður handrið og gera klárt fyrir mögulegan neyðarakstur yfir brúna. Nýsköpunarmiðstöð Íslands kom að blöndun steypunnar ásamt brúarvinnuflokki Vegagerðarinnar og fylgdist með gæðum hennar, enda engin venjuleg steypa.

Framkvæmdamenn Vegagerðarinnar á suðursvæði voru svo hæstánægðir með góða daga í framkvæmdum vegna yfirlagna með malbiki, einnig svokölluðu "repave" og vegna yfirborðsmerkinga dagana 9. til 17. ágúst enda telja þeir fátt skemmtilegra en að skila af sér góðu verki eins og reyndin var.  Gróft áætlað voru malbikaðir þessa daga  95.000 –110 .000 fermetrar af vegi og þurfti að flytja á verkstað 15.700 tonn af malbiki og setja út "repave" á 30.000 fermetra til viðbótar. Í yfirborðsmerkingum, sem eru ekki síður nauðsynlegar nú þegar aftur fer að skyggja, voru málaðar deililínur, miðlínur, kantlínur auk þess sem málaðar voru sérmerkingar á Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi.  

Með fylgja nokkrar myndir af þessum framkvæmdum.