Fréttir
  • Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar setti ráðstefnuna.
  • Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra flutti ávarp.
  • Magnús Valur Jóhannsson framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar fór yfir sögu vegagerðar á Íslandi.
  • Kenneth Lind sérfræðingur hjá sænsku vegagerðinni fjallaði um hvernig farið er að í Svíþjóð.
  • Birkir Hrafn Jóakimsson forstöðumaður stoðdeild Vegagerðarinnar fjallaði um auknar kröfur og breyttar reglur við útlagningu slitlags.
  • Sigurður Erlingsson prófessor í Háskóla Íslands fjallaði um rýni sína á yfirborð bikbundinna vega.
  • Elín Ríta Sveinbjörnsdóttir frá Eflu fjallaði um endingu malbikaðra slitlaga á höfuðborgarsvæðinu.
  • Bert Jan Lommerts frá Hollandi fjallaði um ýmsar nýjar aðferðir við lagningu slitlaga þar sem notuð eru náttúruleg efni.
  • Maria Nordquist frá sænsku mótorhjólasamtökunum fjallaðu um reynslu sína af sænskum vegum.
  • Guðrún Fjóla Guðmundsdóttir hjá ReSource fjallaði um endurvinnslu í vegagerð.
  • Björk Úlfarsdóttir rannsóknarstjóri og Harpa Þrastardóttir umhverfis-, öryggis-, og gæðastjóri, Colas Ísland
  • Páll Kolka umhverfissérfræðingur Vegagerðarinnar fjallaði um meðhöndlun efna við slitlagnir.
  • Jón Magnússon sérfræðingur á framkvæmdadeild Vegagerðarinnar fjallaði um viðhald bundinna slitlaga.
  • David Woodward frá Ulster háskólanum á Norður Írlandi.
  • Pétur Pétursson sérfræðingur á stoðdeild Vegagerðarinnar fjallaði um Efnisgæðarit Vegagerðarinnar.
  • Sigþór Sigurðsson forstjóri Colas Ísland fjallaði um ódýrara malbik og færanlegar malbiksstöðvar.
  • Ólafur Sveinn Haraldsson forstöðumaður rannsókna hjá Vegagerðinni.
  • Ráðstefnunni var einni streymt á netinu.
  • Ráðstefnan var haldin í Silfurbergi í Hörpu.
  • Fyrirlesarar svöruðu fyrirspurnum úr sal.
  • Gestir ráðstefnunnar voru um 130.
  • Góður matur í boði.
  • Góð stemning var í kaffihléum.
  • Fríður hópur núverandi og fyrrverandi Vegagerðarmanna.
  • Í hádegishléi.
  • Fólk var ánægt að geta loksins hist á ný og skipst á skoðunum.

Vel heppnuð ráðstefna um bundin slitlög

Upptaka af ráðstefnu og allar glærur

16.9.2021

Bundin slitlög – betri vegir var yfirheiti ráðstefnu sem Vegagerðin hélt í Hörpu 14. september síðastliðinn. Ráðstefnan var vel sótt en 130 manns voru mættir í Hörpu og enn fleiri fylgdust með beinu streymi frá ráðstefnunni. Á  ráðstefnunni var fjallað um malbik og klæðingar frá mörgum sjónarhornum. Farið var yfir söguna, stöðuna í dag, hugað að umhverfisáhrifum og endurvinnslu auk þess sem erlendir fyrirlesarar vörpuðu ljósi á notkun bundinna slitlaga í sínum heimalöndum.


Dagskráin var þétt og þótti gefa góða innsýn inn í málefni bundinna slitlaga. Fyrirlestrarnir voru afar áhugaverðir en glærukynningar allra fyrirlesara má finna hér fyrir neðan. Einnig er hér á síðunni upptaka af ráðstefnunni í heild.

Fyrirlestrar og hlekkir á glærukynningar

Af mölinni á bundna slitlagið. 
Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar 
Common praxis and experiences of bitumen bound surface layers.
Kenneth Lind, sérfræðingur í vegtækni og bundnum slitlögum, Trafikverket í Svíþjóð 
Auknar kröfur - breyttar reglur.
Birkir Hrafn Jóakimsson, forstöðumaður stoðdeildar Vegagerðarinnar
Yfirborð bikbundinna vega - rýni
Sigurður Erlingsson, prófessor umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands
Ending malbikaðra slitlaga – samanburður á helstu stofnvegum á höfuðborgarsvæðinu.Elín Ríta Sveinbjörnsdóttir, byggingatæknifræðingur, Eflu
Advanced asphalt surface treatment - technologies using bio-based materials
Bert Jan Lommerts, framkvæmdastjóri og eigandi Reddy Solutions, Hollandi  
The importance of friction for motocyclist - experiences from Sweden

Maria Nordqvist, Sveriges MotorCyklister

Endurvinnsla í vegagerð. 
Guðrún Fjóla Guðmundsdóttir hjá ReSource
Endurvinnsla í malbik - tækifæri til framtíðar.
Björk Úlfarsdóttir rannsóknarstjóri og Harpa Þrastardóttir umhverfis-, öryggis-, og gæðastjóri, Colas Ísland
Frá vöggu til grafar - meðhöndlun efna við slitlagnir.
Páll Kolka, umhverfissérfræðingur Vegagerðarinnar
Viðhald bundinna slitlaga - mat á viðhaldsþörf.
Jón Magnússon sérfræðingur framkvæmdadeild Vegagerðarinnar
An overview of skid resistance in the UK.
David Woodward, verkfræði innviða, Ulster háskólanum Norður-Írlandi
Efnisgæðarit Vegagerðarinnar - fróðleikur og kröfur til vegagerðarefna.
Pétur Pétursson sérfræðingur stoðdeild Vegagerðarinnar
Ódýrara malbik - færanlegar malbiksstöðvar.
Sigþór Sigurðsson, forstjóri Colas Ísland
Nýsköpun og þróun innan og utan Vegagerðarinnar.
Ólafur Sveinn Haraldsson, forstöðumaður rannsóknadeildar Vegagerðarinnar

Upptaka af ráðstefnunni Bundin slitlög - betri vegir

l