Fréttir
  • Vegavinna á Djúpvegi (60) í Seyðisfirði í Ísafjarðardjúpi.
  • Allt efni til vegagerðarinnar er unnið á staðnum.
  • Gísli Eysteinsson verkstjóri.

Vegbætur í Ísafjarðardjúpi - Myndband

Framkvæmdir víða - förum varlega í umferðinni

9.7.2020

Stór ferðahelgi er framundan. Vegaframkvæmdir eru víða í gangi og því mikilvægt að bæði vegfarendur og verktakar fari varlega og sýni tillitssemi í hvívetna.

Meðal þeirra verkefna sem unnin eru þessa dagana er vegagerð á Djúpvegi í Seyðisfirði (60) í Ísafjarðardjúpi. Við hittum Gísla Eysteinsson verkstjóra hjá Suðurverki sem sagði okkur stuttlega frá endurbyggingu þessa gamla, mjóa og viðkvæma vegar sem mun að framkvæmdum loknum bera betur þá þungu umferð sem fer um Ísafjarðardjúp á degi hverjum.

Yfirlit yfir framkvæmdir á árinu 2020 má sjá á framkvæmdakorti Vegagerðarinnar.

Hið skemmtilega myndband með drónamyndum af framkvæmdinni var tekið af Hauki Sigurðssyni ljósmyndara fyrir vestan.

.