Fréttir
  • Sjólag er  vefur með upplýsingum um sjólag-, veður- og sjávarfallsspár.
  • Sjólag er nýr vefur með upplýsingum um sjólag-, veður- og sjávarfallsspár.
  • Borgarlínan er vefur um framtíðarsýn og forsendur Borgarlínunnar, frumdrög og fréttir.
  • Borgarlínan er vefur um framtíðarsýn og forsendur Borgarlínunnar, frumdrög og fréttir.

Vegagerðin tilnefnd tvívegis fyrir sjólagsvef sinn

Vefur um Borgarlínuna einnig tilnefndur

7.3.2022

Tveir vefir sem tengjast Vegagerðinni eru tilnefndir til Íslensku vefverðlaunanna 2021 . Um er að ræða www.sjolag.is og www.borgarlinan.is. Hönnunarstofan Kolofon sá um smíði þessara vefja fyrir og í samvinnu við Vegagerðina.

Sjólag, www.sjolag.is, hlaut tvær tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna. Annars vegar í flokki samfélagsvefja og hins vegar í flokki tæknilausna. Um er að ræða nýjan og glæsilegan vef með upplýsingum um sjólag-, veður- og sjávarfallaspár, ásamt mælingum í nýrri, gagnvirkri kortasjá. Vefurinn kemur í stað eldri vefs

Borgarlínan, www.borgarlinan.is, er tilnefnd til verðlauna í flokki opinberra vefja. Hér er ferðinni vefur um framtíðarsýn og forsendur Borgarlínunnar, frumdrög og fréttir af framvindu verkefnisins. 

Borgarlínan heyrir undir Samgöngusáttmálann, sem gerður var milli ríkis og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu haustið 2019. Vegagerðin annast undirbúning, hönnun og verklegar framkvæmdir á vegum Samgöngusáttmálans í góðu samstarfi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu.  

Alls eru sextíu og fimm fjölbreytt verkefni tilnefnd til Íslensku vefverðlaunanna. Úrslitin verða kynnt þann 11. mars kl. 19:30 í beinni útsendingu á www.visir.is