Fréttir
 • Dýrafarðargöng einangruð með járnmottum yfir einangrunarmotturnar. Mynd/@Geotek
 • Undanfarar Vegagerðarinnar á jarðbor í Álftafirði (61). Mynd/Oddur Jónsson
 • Dýrafjarðargöng og steypuvinna október 2018. Mynd/@radincz
 • Djúpvegur (61) í Skötufirði í ljósaskiptunum. Mynd/@Geir Siguðrsson
 • Endur og gæsir við Vegagerðarbíl. Mynd/Erla Dóra Vogler
 • Réttir og vegfarendur beðnir að aka varlega. Mynd/@johannesdottirjohanna
 • Yfirbygging vegskála Dýrafjarðarganga í Dýrafirði á lokametrunum í ágúst 2019. Mynd/@Geotek
 • Ummerki eftir Vetur konung á Hlíðarsandi við Hvalsnesskriðu. Umferðarskilti illa út leikinn eftir veðurofsa. Mynd/Þorleifur Olsen
 • Starfsmenn Vegagerðarinnar við stikuvinnu á Hvalfjarðarvegi (47). Mynd/@baldurkristjans
 • Snjómokstur. Mynd/@hrgunnar
 • Fyrsti snjómoksturinn milli Húsavíkur og Lóns í október 2019. Mynd/tryggviberg

Vegagerðin í myndum

Instagramsíða Vegagerðarinnar

11.11.2019

Starfsfólk Vegagerðarinnar er mikið á ferðinni um landið svo og verktakar á vegum hennar. Oft eru þá teknar myndir af því sem fyrir augu ber. Viðfangsefnin eru fjölbreytt, frá vegum, hjólastígum, vegaframkvæmdum, umferðarskiltum og vinnuvélum til brúa, ferja og hafna.

Einhverjar af þessum myndum rata inn á Instagramsíðu Vegagerðarinnar sem er sístækkandi enda viðfangsefni hennar áhugaverð, ekki bara fyrir sérlegt áhugafólk um vegi heldur einnig þá sem kunna að meta fallegar myndir og óvenjuleg sjónarhorn. Myndir Vegagerðarinnar eru dýrmætar enda fanga þær augnablik sem ekki eru á allra færi að upplifa.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem finna má á Instagramsíðu Vegagerðarinnar. Við hvetjum alla til að fylgja Vegagerðinni á Instagram.