Fréttir
  • Varðan afhjúpuð - Sigurður Ingi Jóhannsson
  • Varðan afhjúpuð - Sigurður Ingi Jóhannsson
  • Klippt á borð - Sigurður Ingi Jóhannsson og Bergþóra Þorkelsdóttir
  • Vakstöð Vegagerðarinnar
  • Björg Fenger afhendir Bergþóru Þorkelsdóttur sögu Garðabæjar
  • Ragnheiður Gröndal og band

Varða Vegagerðarinnar flutti með í Garðabæinn

Ráðherra afhjúpar með nýju merki

27.8.2021

Varðan sem stóð við höfuðstöðvar Vegagerðarinnar í Borgartúni flutti með í nýjar höfuðstöðvar í Garðabæ. Samgönguráðherra afhjúpaði í gær, 26. ágúst, vörðuna og nú með nýju merki Vegagerðarinnar. Við það tækifæri klipptu forstjóri Vegagerðarinnar og ráðherra á borða við inngang Vegagerðarinnar og tóku þar með formlega í notkun hið nýja húsnæði.

Varðan hafði staðið í Borgartúni í 20 ár og var hluti af breytingum á húsnæðinu þegar byggt var við eldra húsnæði. Rétt þótt að þetta einkennismerki flytti með Vegagerðinni á nýjan stað að Suðurhrauni 3 í Garðabæ og nú með nýju myndmerki Vegagerðarinnar. Forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir sagði að reynsla starfsmanna af hinu nýja húsnæði væri mjög góð, og hefði farið fram úr væntingum. Hér er unnið að mestu leyti í opnu rými og allir á höfuðborgarsvæðinu á sama stað en voru áður í Borgartúni í Reykjavík, Vesturvör í Kópavogi og á Hringhellu í Hafnarfirði. Samgönguráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson óskaði Vegagerðarfólki til hamingju með húsnæðið og hrósaði um leið starfsfólki fyrir ötult starf á undanförnu þar sem fólk hefði sýnt hvað í því býr þar sem sífellt væri verið að auka við verkefnin í hefðbundinni vegagerð og fjölga þeim verkefnum sem Vegagerðinni er falið.

Björg Fenger forseti bæjarstjórnar Garðabæjar færði forstjóra Sögu Garðabæjar að gjöf og bauð Vegagerðina velkomna í Garðabæinn. Sagðist auk þess auðvitað vonast til þess að framkvæmdir í sveitarfélaginu myndu nú snaraukast með komu Vegagerðarinnar þótt hún vissi líka að þannig gerðust nú ekki kaupin á eyrinni. 

Starfsfólk Vegagerðarinnar og örfáir gestir, sem halda þurfti í lágmarki vegna aðstæðna nú í þjóðfélaginu, skoðuðu hið nýja húsnæði og fögnuðu flutningum.

Garðbæingurinn Ragnhildur Gröndal og band tóku nokkur lög í tilefni dagsins.