Fréttir
  • Sóley Jónasdóttir Vegagerðinni

Úthlutun úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar

úthlutun lokið

6.4.2017

Úthlutun úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar fyrir árið 2017 er lokið. Alls var úthlutað tæpum 142 milljónum króna til rannsókna sem tengjast ýmsum þáttum sem varðar vegagerð og byggingu samgöngumannvirkja á Íslandi. Yfirlit yfir verkefnin sem hlutu styrk og hvað felst í verkefnunum má nú finna á vef Vegagerðarinnar.

Umsóknir um rannsóknafé árið 2017 voru 142 talsins og var sótt um samtals 418 milljónir. Sjóðurinn hafði hins vegar 141,9 milljónir til ráðstöfunar. Þannig var aðeins hægt að styrkja hluta umsóknanna og í mörgum tilfellum nær fjárveitingin ekki heildarupphæð umsóknar. Alls hlutu um 80 verkefni styrk.

Upplýsingar um verkefni sem fengu styrk má finna undir hlekknum: http://www.vegagerdin.is/um-vegagerdina/rannsoknir-og-throun/ransoknaverkefni/alm2017/