Fréttir
  • Uppsetningu á kantlýsingu í Hvalfjarðargöngum er lokið en lokaúttekt fer fram í næstu viku.

Uppsetningu á kantlýsingu lokið í Hvalfjarðargöngum

LED ljós koma í stað vegstika

21.10.2020

Uppsetningu á kantlýsingu í Hvalfjarðargöngum er lokið og verður gerð loka úttekt á þeim í næstu viku. Kantljós eru tákn nýrra tíma og er að finna í flestum nýjum jarðgöngum. Ljósin koma í stað vegstika og bæta öryggi í göngunum.

Kantljós eru tákn nýrra tíma og er að finna í flestum nýjum jarðgöngum. Orkuvirki sá um uppsetningu ljósanna sem eru með 25 metra millibili í göngunum. LED ljósin hafa gefið góða raun í öðrum göngum og koma í stað vegstika. Þetta sparar bæði tíma og fyrirhöfn því þrífa þarf vegstikur mánaðarlega með sérstökum vélum í göngunum. Ljósin bæta einnig öryggi og gagnast líka sem rýmingarlýsing ef reykur kemur í göngin.
Hvalfjarðargöngin verða þvegin aðfaranótt föstudagsins 23. október og mun þeirri vinnu ljúka fyrir klukkan 7 um morguninn.

Vegstikur verða teknar niður að loknum þvottinum.
Hér er stutt myndband sem sýnir vel ljósin í Hvalfjarðargöngum. Þau munu þó ekki blikka undir venjulegum kringumstæðum.

t