Fréttir
  • Brúin yfir Steinavötn að morgni 30.9.
  • Brúin yfir Steinavötn að morgni 30.9.
  • Steinavötn að morgni 30.9.
  • Brúin yfir Steinavötn að morgni 30.9.
  • Niðurrekstrarhamar og fleiri tæki við Steinavötn
  • Bruin-siddegis-2
  • Teikning af nýrri bráðabirgðabrú yfir Steinavötn

Unnið af krafti við bráðabirgðabrú yfir Steinavötn

ekki hægt að meta ástand brúarinnar fyrr en á morgun

30.9.2017

Ekki var hægt að meta ástand brúarinnar yfir Steinavötn í dag. Mikið rigndi í nótt og vatn það mikið í ánni að það er ekki hægt að kanna ástand brúarinnar. Það verður gert á morgun og hugsanlega verður þá mögulegt að leyfa umferð gangandi fólks yfir ána. Vinna við byggingu bráðbirgðabrúarinnar er í fullum gangi. Búið að hanna brúna og koma fólki, vinnuvélum og vinnubúnaði á staðinn. 

Í dag var þegar búið að smíða 10 fleka í gólf brúarinnar en það er gert á Selfossi og verða þeir síðan fluttir austur. Búið er að staðsetja stálbitana sem fara í brúna og hafist handa við að flytja þá austur, flestir eru á Selfossi eða einnig eru bitar í Kerlingardal sem munu fara í brúna. 

Niðurrekstrarhamarinn er kominn á staðinn og unnið að uppsetningu hans. Allur búnaður brúarvinnuflokksins frá Hvammstanga er kominn austur. Unnið er að því að koma vinnusvæðinu í horf, setja stálskó á staurana sem verða reknir niður en vonast er til að sú vinna geti hafist á morgun sunnudag. Það eru brúarvinnuflokkar Vegagerðarinnar í Vík og á Hvammstanga sem munu vinna þetta verk allt saman ásamt fjölmörgu öðru starfsfólki Vegagerðarinnar.

Teikning af nýrri bráðabirgðabrú yfir Steinavötn