Fréttir
  • Herjólfur
  • Landeyjahöfn dýpi 3. mars 2019

Unnið að dýpkun Landeyjahafnar

Lítur ágætlega út með veður næstu daga

5.3.2019

Björgun ehf. vinnur nú að dýpkun Landeyjahafnar svo Herjólfur megi sigla. Dýpka þarf eina 20-25.000 m3 í hafnarmynninu í innsiglingunni. Ekki er þörf á að dýpka á rifinu. Það er dýpkunarskipið Dísa sem vinnur á vöktum við þessa dýpkun en það tekur nokkra daga að dýpka þetta magn.

Dýpkunarskipið Sóley sem getur dýpkað utan hafnar en ekki í hafnarmynninu er ekki að störfum þar sem hennar reynist ekki þörf, sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni hvernig dýpið er minnst á milli garðanna.

Veðurútlit fyrir dýpkun er ágætt næstu daga og útlit fyrir að hægt verði að dýpka og jafnvel klára það sem þarf að dýpka svo Herjólfur megi sigla í Landeyjahöfn á þessum næstu dögum. Veðuraðstæður munu svo einnig segja til um mögulegar siglingar í Landeyjahöfn.

Myndin sýnir dýpið þann 3. mars, en sjá má á appelsínugula litnum hvar þarf að dýpka í innsiglingunni.