Fréttir
  • Dísa við dýpkun í Landeyjahöfn
  • Reynir og Pétur mikli við dýpkun í Landeyjahöfn

Unnið að dýpkun allan sólarhringinn

ný dýptarmæling

7.4.2019

Unnið er að dýpkun Landeyjahafnar allan sólarhringinn þessa dagana og er Björgun með þrjú tæki í gangi, dæluskipið Dísu, dýpkunarprammann Reyni og með honum efnisflutningaskipið Pétur mikla. Unnið er á vöktum meðan færi gefst. Dýpið var mælt laugardaginn 6. apríl. Það hefur verið ágætur gangur í dýpkuninni hingað til en stíf austanátt og ókyrrð hafa tafið vinnuna í hafnarmynninu.

Því miður hefur svo spáin versnað frá því í síðustu viku og útlit fyrir að lengri tíma taki að opna höfnina en vonast var til. Eigi að síður verður unnið að dýpkun svo sem kostur er meðan fært er. Ómögulegt er að segja til um það nákvæmlega hvenær höfnin opnast fyrir Herjólf.

Dýpið var mælt á laugardag og má sjá niðurstöðurnar hér á vefnum , en á síðunni Dýptarmælingar Landeyjahafnar má sjá nýjustu mælinguna hverju sinni sem og eldri mælingar.

Það sem ræður mestu um möguleikana á dýpkun er ölduhæðin og síðan einnig öldulengdin. Þannig getur stundum verið þær aðstæður að veðrið er gott en aldan áfram mikil sem kemur þá í veg fyrir að skipin geti athafnað sig.