Fréttir
  • umferdin.is er snjallsímavænn vefur.
  • umferdin.is

Umferðin.is - Samfélagsvefur ársins 2022

Íslensku vefverðlaunin veitt fyrir verkefni sem þykja hafa skarað fram úr

1.4.2023

Íslensku vefverðlaunin fyrir árið 2022 voru veitt við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Þar hlaut Umferðin.is, upplýsingavefur Vegagerðarinnar, fyrstu verðlaun sem samfélagsvefur ársins 2022. Hönnunarstofan Kolofon og Greipur Gíslason unnu að Umferðin.is í nánu samstarfi við Vegagerðina. 

Samtök vefiðnaðarins (SVEF) standa að Íslensku vefverðlaununum. 

Í umsögn dómnefndar um Umferðin.is segir:

„Vefurinn er einstaklega smekklegur og grípur augað um leið. Einnig hefur hann rutt veginn fyrir notendur að upplýsingum sem eru verulega mikilvægar og hafa ekki verið áður eins aðgengilegar né jafn notendavænar eins og þær eru nú.“

Umferðin.is fór í loftið í október 2022 með það að markmiði að auðvelda vegfarendum að finna upplýsingar um færð á vegum um landið. Þar eru færðarupplýsingar, veðurupplýsingar, umferðartákn í rauntíma, upplýsingar um vetrarþjónustu, vegaframkvæmdir, umferðartölur og fleira. Vefurinn er sérstaklega hugsaður fyrir snjalltæki og er afar þægilegur í notkun.

Hér eru nánari upplýsingar um tilnefningar og verðlaunahafa Íslensku vefverðlaunanna 2022.