Fréttir
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin uppsafnað
  • Umferðin eftir vikudögum

Minni umferð á Hringveginum í febrúar

Samdrátturinn nemur 2,6 prósentum

1.3.2018

Umferðin í nýliðnum febrúar á Hringveginum dróst saman um 2,6 prósent sé tekið mið af sama mánuði fyrir ári síðan. Samdráttinn má líklega rekja til tíðarfarsins sem var óvenju erfitt í mánuðinum. Mest dróst umferðin saman á Vesturlandi eða um rúm sjö prósent.

Milli mánaða 2016 og 2017
Ekki óvænt (vegna veðurs) þá dróst umferð saman í nýliðnum febrúar borið saman við sama mánuð á síðasta ári og nam samdrátturinn 2,6%.  Mestur mældist samdrátturinn  um Vesturland eða um 7,1% en umferðin jókst hins vegar mest um teljarasnið á Austurlandi eða um 9,1%.

Hvað einstaka teljarasnið varðar þá dróst umferðin mest saman um Hringveg undir Hafnarfjalli eða um 10,6% aftur á móti varð mesta aukningin um teljarasnið á Fagradal á Austurlandi eða um 10,8%.

Þrátt fyrir samdrátt miðað við síðasta ár mældist umferðin, í nýliðnum febrúar, sú næst mesta í febrúarmánuði frá upphafi samantektar.

Frá áramótum milli 2016 og 2017
Nú hefur umferðin aukist um 1,5% frá áramótum. Mest hefur hún aukist um mælisnið á Austurlandi en dregist mest saman um mælisnið á Vesturlandi eða um 2,7%.


Samanburðartafla

Umferð eftir vikudögum
Það sem af er ári hefur umferð aukist mest á fimmtudögum en dregist mest saman á sunnudögum eða um 12,3%. Þetta kann að vera vísbending um að einkaerindum hafi verið skotið á frest í upphafi árs, þá vegna veðurs.

Talnaefni