Fréttir
  • Umferðin hlutfall
  • Umferðin uppsafnað
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin vikudaga

Umferðin eykst á Hringvegi

en nær ekki að vinna upp samdráttinn vegna Covid í fyrra

7.6.2021

Umferðin á Hringvegi í nýliðnum maímánuði jókst um 8,4 prósent frá því í maí í fyrra sem er þó ekki jafnmikið og hún hafði dregist saman í þeim hinum sama maí fyrir ári síðan. Útlit er fyrir að í ár geti umferðin aukist um átta prósent en yrði eigi að síður um sex prósentum minni en árið 2019, sem reyndar var metár.

 

Milli mánaða 2020 og 2021
Umferðin yfir 16 lykilteljarasnið Vegagerðarinnar á Hringvegi reyndist 8,4% meiri en í sama mánuði á síðasta ári. Það verður hins vegar að hafa í huga að umferðin dróst saman um rúmlega 10% í maí mánuði á síðasta ári, vegna Covid-faraldursins.

Umferðin jókst mest yfir teljara á Austurlandi eða um rúmlega 23%, en á síðasta ári hafði orðið tæplega 40% samdráttur á Austurlandi í sama mánuði.  Minnst jókst umferð yfir lykilteljarasnið á og í grennd við höfuðborgarsvæðið eða um 5%.

Af einstökum mælisniðum þá jókst umferð mest yfir mælisnið á Mýrdalssandi eða um rétt rúmlega 50%. 


Samanburðartafla

 

Staðan frá áramótum
Nú hefur umferð aukist um rúmlega 12% frá áramótum en á sama tíma á síðasta ári hafði safnast upp 15,5% samdráttur.

Umferð vikudaga
Umferð hefur aukist í öllum vikudögum, frá áramótum, en mest á sunnudögum eða um rúmlega 20% en minnst hefur umferðin aukist á miðviku- og fimmtudögum eða um tæp 8%.

Horfur út árið 2021
Nú eru horfur á að umferð geti aukist um 8% á þessu ári miðað við síðasta ár, gangi sú spá eftir yrði umferðin samt sem áður rúmlega 6% minni en hún var árið 2019, sem var metár í umræddum mælisniðum.