Fréttir
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin uppsafnað
  • Umferðin eftir vikudögum

Umferðin á Hringveginum eykst í september

hraðinn í aukningu umferðar minnkar

1.10.2018

Umferðin á Hringveginum í nýliðnum september mánuði jókst um tæp sex prósent sem er töluvert meira en að meðaltali í september mánuði frá því árið 2005. Aukningin er hinsvegar töluvert minni en hún hefur verið undanfarin nokkur ár. Umferðin jókst mest á Suðurlandi en hún dróst saman á Norðurlandi. Það sem af er ári hefur umferðin aukist um 4,4 prósent.

Milli mánaða
Umferðin yfir 16 lykilteljara á Hringvegi jókst um 5,9% í nýliðnum septembermánuði borið saman við sama mánuð á síðasta ári.

Nú hefur umferðin vaxið að jafnaði um 4,3% í september frá árinu 2005, þessi aukning nú er því vel umfram meðaltalsvöxt á umræddu tímabili.

Mest jókst umferðin um Suðurland eða um 10,5% en 2,1% samdráttur varð í umferðinni um Norðurland. Umferðin um teljara á Mýrdalssandi jókst mest eða um 16,5% en 8,6% samdráttur mældist yfir teljara í Kræklingahlíð, norðan Akureyrar.

Samanburðartafla
Frá áramótum
Nú hefur umferðin, það sem af er ári, vaxið um 4,4% frá áramótum borið saman við sama tímabil á síðasta ári.  Mest hefur umferðin vaxið á Suðurlandi eða um 8,2% en minnst um Norðurland eða um 2,1%.

Umferð eftir vikudögum
Frá áramótum hefur mest verið ekið á föstudögum en minnst á þriðjudögum.  Umferðin hefur aukist hlutfallslega mest á mánudögum en hins vegar dregist saman um 1,3% á sunnudögum.

Horfur út árið
Núna stefnir í að umferðin, yfir 16 lykilteljara á Hringvegi, geti aukist um 4,5%.  Þó að þetta sé þó nokkur aukning, gangi hún eftir,  þarf að fara aftur til áranna 2012 og 2013 til að finna minni aukningu á milli ára.

Talnaefni