Fréttir
  • Umferðin uppsafnað
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir vikudögum

Umferðin á Hringvegi stóð í stað í ágúst

Umferðin í ágúst jafnmikil og í fyrra

3.9.2019

Umferðin í nýliðnum ágústmánuði stóð svo gott sem í stað miðað við sama mánuð fyrir ári síðan. Að meðaltali hefur umferð síðan árið 2005 aukist um 3,6 prósent í ágúst, þannig að þetta er töluverð breyting. Eigi að síður er gert ráð fyrir því að umferðin geti aukist um 3,9 prósent í ár.

 

Milli mánaða 2018 og 2019
Umferðin stóð svo til í stað milli ágúst mánaða 2018 og 2019, um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringveginum, en aukningin mældist 0,1%.  Þetta er langt undir meðaltalsaukningu í ágúst mánuða frá árinu 2005, sem er 3,6%.

Mest jókst umferðin um mælisnið á og í grennd við höfuðborgarsvæðið eða um 2,4% en 6,1% samdráttur mældist um mælisnið á Norðurlandi. Munar þar mest um mikinn samdrátt yfir mælisnið á Mývatnsheiði en þar varð tæplega 20% samdráttur milli ára í ágúst.  Mesta aukningin varð hins vegar um mælisnið við Úlfarsfell á höfuðborgarsvæðinu en þar jókst umferðin um 4,3%.

Frá áramótum 2018 og 2019
Nú hefur umferðin aukist um 3,6% frá ármótum miðað við sama tímabil á síðasta ári. Leita þarf aftur til ársins 2013 til að finna minni aukningum miðað við árstíma.  Mest hefur umferðin aukist um Vesturland eða um 6,8% en 2,3% samdráttur mælist um Austurland.

 SamanburðartaflaUmferð vikudaga
Umferðin hefur aukist mest um helgar og á sunnudögum eða um 7,2% en minnst hefur umferðin aukist virkum dögum en á mánudögum mælist minnsta aukningin eða 2,2%.  Þetta er athyglisvert þar sem gera má ráð fyrir að einkaerindi ökumanna séu hærra hlutfall í umferðinni um helgar heldur en á virkum dögum. Því má draga þá ályktun að það sé að hægja meira á þrótti atvinnulífsins en einkaerindum ökumanna.

Horfur út árið 2019
Reiknilíkan umferðardeildar hafði gert ráð fyrir samdrætti í ágústumferð en ekki varð af því þá hafa horfur út árið aðeins breyst frá því sem áður hafði verið birt og nú er gert ráð fyrir 3,9% vexti í umferðinni í árslok, að því gefnu að umferðin aukist um og yfir 5% í næstu mánuðum. 

Talnaefni