Fréttir
  • Covid Umferðin á Hb vikuleg
  • Covid umferðin í viku 19

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu réttir úr kútnum

Umferðin eykst frá fyrri viku

11.5.2020

Umferðin í síðustu viku, viku 19, á höfuðborgarsvæðinu jókst nokkuð frá fyrri viku þótt hún hafi verið nærri 10 prósentum minni en í sömu viku fyrir ári síðan. Þannig að rýmkun á samkomubanni og aukin umsvif vegna þess hafa leitt til þess að umferðin er aftur farin að aukast. Hvort hún verður aftur jafnmikil og fyrir ári á hinsvegar eftir að koma í ljós.

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur verið að aukast nokkuð skarplega síðustu 4 vikurnar en í síðustu viku reyndist hún 9,5% minni en í sömu viku á síðasta ári. Þetta er minnsta samdráttarmæling síðan í viku 11, sem var vikan fyrir samkomubann.  Nú verður fróðlegt að sjá hvort að þessi munur, sem mældist í síðustu viku, sé það sem umferðin fari í eða hvort hún haldi áfram að aukast jafnt og þétt. 

Eins og áður mælist mesti samdrátturinn um mælisnið á Hafnarfjarðavegi við Kópavogslæk, eða tæplega 20%, en minnst dregst umferðin saman um mælisnið á Reykjanesbraut við Dalveg eða um 5%, sem verður að teljast lítið í ljósi ástandsins.

Mismunur í viku 19, eftir mælisniðum:

Kópavogslækur                 -19,9%
Reykjanesbraut                   -5,0%
Vesturlandsvegur                -7,0%