Fréttir
  • Umferð á föstudegi fyrir verslunarmannahelgi

Umferðin á föstudegi fyrir verslunarmannahelgi

29.7.2016

 

Samkvæmt umferðarteljara á Hringvegi við Geitháls austan Elliðavatns hafði umferð í dag út úr Höfuðborginni aukist um rétt rúm 13% frá miðnætti til kl. 11:00, miðað við sama tímabil á föstudeginum fyrir verslunarmannahelgina á síðasta ári.

 

Þegar þessi frétt er sett inn áætlar umferðardeild Vegagerðarinnar að umferðin austur fyrir fjall geti orðið um 10 – 12% meiri nú í dag en hún var á sama degi á síðasta ári á þessum talningarstað.