Fréttir
  • Umferðin utan Hringvegar
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin eftir vikudögum

Umferð eykst utan Hringvegar

mikil aukning síðan mælingar hófust 2005

5.1.2017

Umferðin á stöðum utan Hringvegar eykst mikið. Aukningin um Snæfellsnes, Vestfirði og Austfirði er um 19-37 prósent í desember. Á árinu 2016 jókst umferðin um 18-28 prósent á þessum svæðum. Frá því mælingar sem þessar hófust 2005 hefur umferð mest aukist um Vestfirði eða um 120 prósent.  

Milli mánaða 2015 og 2016
Snæfellsnes: Tæplega 37% aukning varð á milli desembermánaða 2015 og 2016 um mælisnið á Snæfellsnesi. Mest jókst umferð um mælisnið við Hraunsmúla eða um 87%.

Vestfirðir: 26% aukning varð um mælisnið á Vestfjörðum í nýliðnum desember miðað við sama mánuð árið 2015. Mest jókst umferðin um mælisnið í Vatnsfirði eða um 54%.

Austfirðir: Í desember jókst umferðin um 19% yfir mælisnið á Austjörðum miðað við sama mánuð árið 2015. Mest jókst umferð um mælisnið á Fjarðarheiði eða um 26%.

Milli ára 2015 og 2016
Snæfellsnes: Umferð jókst um tæp 28%. Þetta er næstmesta aukning milli ára frá árinu 2005, en á milli áranna 2014 og 2015 jókst umferðin um 35% í umræddum mælisniðum.

Vestfirðir: Rétt rúmlega 19% aukning varð í mælisniðum. Er þetta sama aukning og varð á milli áranna 2014 og 2015. Mesta mælda aukning milli ára í mælisniðum á Vestfjörðum varð á milli áranna 2008 og 2009 en þá mældist aukningin 25%.

Austfirðir: Umferð um mælisnið á Austfjörðum jókst um 18% en árið áður jókst umferðin um 22% í þessum sömu mælisniðum sem er mesta aukning sem mælst hefur í þessum mælisniðum samtals. 

Sé horft til vísitölurits, í talnaefni, þá hefur umferðin aldrei verið meiri á umræddum svæðum. 

Sé eingöngu horft til hlutfallslegrar aukningar þá hefur hún orðið eftirfarandi, frá upphafi samantektar (frá árinu 2005):

  • Um Snæfellsnes                 81%   
  • Um Vestfirði                      120%.
  • Um Austfirði                         40%.

Umferð eftir vikudögum
Mest er ekið á föstudögum á Snæfellsnesi og Vestfjörðum en á miðvikudögum í samanlögðum mælisniðum á Austfjörðum. Umferðarmynstur á Austfjörðum er örlítið óhefðbundið fyrir fyrir þjóðvegi utan þéttbýlis, sem kann að tengjast ferjusiglingum frá Seyðisfirði.

Talnaefni