Fréttir
  • Covid daglegur munur vika 49
  • Covid umferðin það sem af er ári 07.12.2020

Umferð eykst lítillega milli vikna

Covid-19 áhrif mikil en fara minnkandi

7.12.2020

Umferðin í viku 49 á höfuðborgarsvæðinu var aðeins meiri en í viku 48 en eigi að síður 16 prósentum minni en í sömu viku fyrir ári síðan. Svo virðist sem umferðin sé hægt og bítandi að aukast og ljóst að reglur um sóttvarnir hafa ekki sömu áhrif á umferðina núna og reyndin varð í vor. Eigi að síður mælist gríðarmikill samdráttur.

Umferðin yfir 3 lykilmælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu í nýliðinni viku eða viku 49, reyndist 2,4% meiri en í vikunni þar á undan eða viku 48.  Umferðin í umræddum sniðum var hins vegar 16% minni en í sömu viku á síðasta ári.  Þetta er heldur minni samdráttur, milli ára, en varð milli vikna númer 48 þessi ár en þá varð rétt rúmlega 19% samdráttur.

Ef rýnt er í línurit, í þriðju bylgju faraldursins, má sjá á línuriti A að umferðin hefur mest dregist mest saman í viku 42 eða um rétt rúmlega 23% en síðan þá má greina að samdrátturinn hafi hægt og rólega en sveiflukennt orðið minni og minni. Þegar línurit B er síðan skoðað sést að umferðin frá því í viku 45 hefur verið að aukast smátt og smátt og er að nálgast árin tvö á undan eða árin 2018 og 2019, þótt töluverður munur sé eigi að síður.    

Breytingar eftir mælisniðum:

Hafnarfjarðarvegur          -23,2%
Reykjanesbraut                -11,6%
Vesturlandsvegur             -16,0%