Fréttir
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir vikudögum
  • Umferðin eftir mánuðum

Umferð eykst líka á svæðum utan Hringvegar

umferðin á Snæfellsnesi, Vestfjörðum og Austfjörðum eykst

8.12.2016

Það er ekki einungis á Hringveginum og á höfuðborgarsvæðinu sem umferðin eykst, sama á við um svæði utan Hringvegarins. Vegagerðin birtir nú í fyrsta sinn samanburð á umferðinni á Snæfellsnesi, Vestfjörðum og Austfjörðum. En um umferðin um t.d. Snæfellsnes jókst um 25 prósent í nóvember og útlit er fyrir að umferðin á svæðinu í ár verði 28 prósentum meiri en í fyrra. Heldur minni aukning er á hinum svæðunum en mjög mikil eigi að síður.

Umferð um landssvæði utan Hringvegar:


Milli mánaða 2015 og 2016
Umferð um 3 mælisnið á Snæfellsnesi jókst um rúmlega 25% í nýliðnum nóvembermánuði miðað við sama mánuð á síðasta ári.  Mest jókst umferðin um mælisnið við Hraunsmúla í Staðarsveit eða um 34%.

Á Vestfjörðum varð aukningin um 7% í milli sömu mánaða, í þremur mælisniðum þess svæðis. Mest jókst umferðin um mælisnið í Vatnsfirði eða um 24%.

Um þrjú mælisnið á Austfjörðum jókst umferðin sömuleiðis eða um 12%.  Mest varð aukningin mælisnið við Streiti (á Hringvegi) eða um 41%.

Umferð frá áramótum 2015 og 2016
Frá áramótum hefur umferð aukist samkvæmt eftirfarandi fyrir þrjú mælisnið hvers landssvæðis:

  • Snæfellsnes:     27%
  • Vestfirðir:          20%
  • Austfirðir:          18%

Umferð eftir vikudögum
Á Snæfellsnesi hefur umferðin á föstudögum verið mest eða 111% af meðalumferð á dag frá áramótum.  Minnst er ekið á þriðjudögum á þessu svæði en þá er meðalumferðin rétt um 90% af meðalumferð.

Svipað mynstur má sjá á Vestfjörðum en þar eru föstudagar heldur hærra hlutfall af meðal sólarhringsumferð ársins eða 123%. Líkt og á Snæfellsnesi er minnst ekið á þriðjudögum en þá er umferðin um 87% af meðal sólarhringsumferð ársins.

Aðeins annað mynstur kemur fram fyrir umferðin um mælisnið á Austfjörðum en þá mælast miðvikudagar stærstir með 111% af meðalumferð sunnudagar minnstir með 86% af meðalumferð.

Horfur út árið 2016

Hegði umferðin sér svipað, núna í desember, og hún hefur gert fyrri ár má búast við því að aukning umferðar, nú í ár miðað við síðasta ár, um svæðin þrjú verði þessi:

  • Snæfellsnes:     28%
  • Vestfirðir:          20%
  • Austfirðir:          18%

Talnaefni