Fréttir
  • Umferðin hlutfallsleg breyting
  • Umferðin samtals
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir vikudögum

Umferð eykst á höfuðborgarsvæðinu

Aukin umferð en engin met slegin

3.9.2021

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í ágúst jókst um tæp sex prósent frá fyrra ári sem er töluvert mikil aukning. Hún dugir þó ekki til þess að umferðin nái sömu hæðum og fyrir kórónuveirufaraldurinn eða árið 2019. Reikna má með að umferðin muni aukast um 6,3 prósent í ár.

Milli mánaða
Umferð jókst talsvert á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum ágúst borið saman við sama mánuð á síðasta ári, ef marka má 3 lykilmælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu, en þau sýna að tæplega 6% aukning hafi orðið á umferð í umræddum mánuði milli ára.

Öll snið sýna svipaða aukningu en mest eykst umferðin á Vesturlandsvegi ofan Ártúnsbrekku eða um tæp 7%.

Þessi aukning dugar þó ekki til að slá nein met því umferðin 2018 og 2019 var meiri.

Það sem af er ári
Nú hefur umferðin aukist um 6,3%, frá áramótum, borið saman við sama tímabil á síðasta ári, fyrir umrædd mælisnið. 

Umferð eftir vikudögum
Umferð jókst í öllum vikudögum en mest á laugardögum eða um tæp 10%, en minnst á miðvikudögum. Mest var ekið á föstudögum. 

Horfur út árið
Hegði umferðin sér svipað og í meðalári gæti hún aukist um 8% nú í ár miðað við síðasta ár.  Þessi aukning dugar samt ekki til að koma umferðinni upp fyrir árið 2019 og yrði hún samt sem áður rúmlega 2% undir umferðinni á því ári.