Fréttir
  • Umferðin hlutfallsleg breyting
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin samtals
  • Umferðin eftir vikudögum

Umferð á Hringvegi eykst í ágúst en slær ekki met

Mikil aukning en nær ekki umferðinni einsog hún var árið 2019

1.9.2021

Umferðin í ágúst á Hringveginum jókst um meira en tíu prósent frá fyrra ári sem er mjög mikil aukning, eigi að síður er umferðin í nýliðnum ágúst minni en á árunum 2018 og 2019. Umferðin í júlí var hinsvegar met umferð á Hringveginum. Nú lítur út fyrir að umferðin í ár muni aukast um heil 13 prósent sem er gríðarmikið en yrði eigi að síður minni en umferðin var árið 2019.

Milli mánaða
Umferðin í nýliðnum mánuði jókst mikið eða um 10,3% miðað við sama mánuð á síðasta ári.  Þrátt fyrir þessa miklu aukningu var ekki slegið umferðarmet í ágúst, líkt og gerðist í júlí, en umferðin í ágúst bæði árin 2018 og 2019 reyndist meiri en nú.

Mest jókst umferðin um Austurland eða um tæp 24% en minnst um höfuðborgarsvæðið eða um tæp 6%.

Af einstaka mælistöðum þá jókst umferðin mest um Hvalsnes í Lóni, á Austurlandi, um 53,3% en minnst, utan höfuðborgarsvæðis, um 7,9% en það var í Kræklingahlíð utan Akureyrar.

Samattektartafla







Frá áramótum
Nú hefur umferðin aukist um tæp 10% frá áramótum og mest um mælisnið á Austurlandi en minnst um svæði utan höfuðborgarsvæðis um tæp 7%. 

Umferð vikudaga
Umferðin hefur aukist í öllum vikudögum, það sem af er árs borið saman við síðasta ár, en mest á sunnudögum eða um 13,2% en minnst á fimmtudögum eða um 7,0%

Horfur út árið 2021
Nú stefnir í að umferðin gæti aukist um 13%, sem væri mikil aukning gangi sú spá eftir, en yrði þá samt sem áður um 2% minni en árið 2019.