Fréttir
  • Umferðin uppsafnað
  • Umferðin hlutfallsleg breyting
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin eftir vikudögum
  • Umferðin með spá út árið

Umferð á Hringvegi eykst frá því fyrir ári

gríðarleg aukning, en samdráttur frá áramótum á Suðurlandi

13.4.2021

Umferðin á Hringvegi í mars jókst um nærri 23 prósent frá mars í fyrra en þá hafði kórónufaraldurinn dregið mjög mikið úr umferð. Frá áramótum hefur umferðin aukist um sjö prósent og frá áramótum er aukning í öllum landssvæðum utan Suðurlands þar sem umferð dregst saman. Má það væntanlega rekja til samdráttarins í ferðamennskunni.

Milli mánaða
Umferðin, yfir 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringvegi, reyndist tæplega 23% meiri en í sama mánuði á síðasta ári.  Þessi aukning er í takt við þá aukningu, sem varð í sama mánuði á höfuðborgarsvæðinu, enda fyrsta bylgja kórónufaraldurs í fullum gangi á þessum tíma á síðasta ári.  Umferðin á Hringvegi reyndist sú þriðja mesta frá upphafi mælinga.

Umferð jókst í öllum landssvæðum en mest á Norðurlandi eða um 34,6% en minnst um teljarasnið á Suðurlandi eða um 16,8%.  

Athygli vekur  að allir talningastaðir, fyrir utan tvo, sýna mikla aukningu.  Mest jókst umferðin um Holtavörðuheiði eða um 46,3%. Þeir staðir sem sýna samdrátt eru Mýrdalssandur með tæplega 49% samdrátt og vestan Hvolsvallar með rétt rúmlega 5% samdrátt.  Umferðin um Mýrdalssand, var í síðasta mánuði, rétt rúmlega það sem hún var árið 2013. 

Samanburðartafla



 



 

Frá áramótum
Nú þegar liðnir eru þrír mánuðir af árinu 2021 hefur umferð aukist um 7% miðað við sama tímabil á síðasta ári.  Umferð hefur aukist á öllum landssvæðum utan Suðurlands. Mest hefur umferð aukist um Norðurland eða um 12,8% en á Suðurlandi mælist 2,1% samdráttur, frá áramótum. 

Umferð eftir vikudögum
Frá áramótum hefur umferðin aukist í öllum vikudögum.  Mest hefur umferð aukist á sunnudögum eða um 16,8% en minnst á miðvikudögum eða um 2,5%.  Mest hefur verið ekið á föstudögum en minnst á miðvikudögum.