Fréttir
  • Yfirlitsmynd 73-74

Þverárfjallsvegur (73) og Skagastrandarvegur (74) - frummatsskýrsla

28.10.2020

Vegagerðin kynnir vega- og brúargerð í sveitarfélögunum Blönduósbæ og Skagabyggð í Austur-Húnavatnssýslu, sem fellur undir 5. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. um mat á umhverfisáhrifum.

Til stendur að byggja nýjan 8,5 km langan stofnveg frá Hringvegi austan Blönduóss að Þverárfjallsvegi (744), skammt sunnan við brú á Laxá. Frá nýjum vegi verður byggður um 3,3 km langur vegur til norðurs, með nýrri 109 m langri brú yfir Laxá, og inn á núverandi Skagastrandarveg norðan við Höskuldsstaði í Skagabyggð. Heildarlengd nýrra vega- og brúar er um 11,8 km.

Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á milli þéttbýlisstaða á Norðurlandi vestra, auka umferðaröryggi vegfarenda og íbúa og tryggja greiðar samgöngur á svæðinu í sátt við umhverfið.

Vegagerðin telur núllkost, þ.e.a.s. óbreytt ástand í samgöngumálum á svæðinu ófullnægjandi miðað við núgildandi kröfur til umferðarmannvirkja.

Sú frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum sem hér er kynnt hefur verið send til Skipulagsstofnunar. Stofnunin kynnir skýrsluna með auglýsingum auk þess sem hún mun liggja frammi til kynningar á Skipulagsstofnun Borgartúni 7b, 105 Reykjavik sem og á bæjarskrifstofu Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduósi.  

Frekar um frummatsskýrsluna, teikningar og viðauka og hvert má skila athugasemdum hér.