Fréttir
  • Umferð á Vesturlandsvegi

Þungatakmarkanir á Vestfjarðavegi og hluta Hringvegar vegna hættu á bikblæðingum

Frá Dalsmynni að Reykhólasveit og frá Borgarnesi í Varmahlíð

5.2.2021

Í ljósi þess að vart hefur orðið bikblæðinga á Vestfjarðavegi (60) og líkinda til að sama geti gerst á Hringvegi (1) á Vesturlandi hefur verið ákveðið að grípa þegar til þungatakmarkana á þeim leiðum sem um ræðir. 

Varað er við bikblæðingum á Vestfjarðavegi (60) frá Dalsmynni að Reykhólasveit og frá og með kl. 13:00 í dag 5. febrúar hefur leyfilegur ásþungi verið lækkaður í 7 tonn. Sama gildir á Hringvegi (1) frá Borgarnesi í Varmahlíð í Skagafirði. Þar eru líkindi til að komið geti til bikblæðinga af völdum umferðar þungra ökutækja.

Ástandið er stöðugt til skoðunar og verður þungatakmörkunum aflétt um leið og ástandið leyfir það.