Fréttir
  • Gleðileg jól.

Þjónusta Vegagerðarinnar um áramótin

gamlársdag og nýársdag

29.12.2016

Gamlársdag og nýársdag er miðað við að þjónustu Vegagerðarinnar ljúki klukkan 14:00 en ef þannig stendur á yrði þjónustu, mokstri og slíku sinnt til u.þ.b. 15:00. Séu veðurhorfur góðar sem og  færð og ástand á vegum getur þjónustu lokið mun fyrr. Opið er hjá umferðarþjónustunni í síma 1777 til kl. 13:00 gamlársdag og til kl 12:00 á nýársdag.

Á þéttbýlissvæðum sérstaklega suðvestanlands gæti þjónustan orðið nokkuð meiri en eigi að síður yrði þjónusta í lágmarki. Þjónustan tekur mið af veðri og af umferð. Vakt er allan sólarhringinn í vaktstöð í Reykjavík.

Sjá þjónustuna eftir stöðum hér fyrir neðan eða hér í pdf-skjali.

Thjonusta-um-jol-og-aramot