Fréttir
  • Unnið við Dýrafjarðargöng

Tékkneskir gangamenn halda heim

Allir starfsmenn Metrostav a.s. utan fjórir

16.3.2020

Tékkneskir starfsmenn Metrostav a.s. sem vinna við Dýrafjarðargöng hafa haldið heim til sín utan fjórir menn. Ástæðan er útbreiðsla Covid-19 veirunnar og ákvarðana tékkneskra stjórnvalda vegna faraldursins. Metrostav var mjög langt komið með sín verk en þessi ákvörðun gæti lengt verktímann eitthvað en það er óljóst  á þessari stundu hvort til þess komi.

Þetta á bæði við um slóvaska og tékkneska starfsmenn Metrostav. En tékknesk stjórnvöld mælast til þess að allir þegnar Tékklands komi heim sé þess kostur á sama hátt og íslensk stjórnvöld hvetja Íslendinga til að koma heim.
Metrostav átti lítið verk eftir, eða vikuverk í sprautusteypun á klæðingu, auk vinnu við neyðarrými. Suðurverk hf. heldur áfram vinnu og reynt verður að láta þetta tefja verkið sem minnst. Hinsvegar hafa snjóþyngsli og óveður undanfarnar vikur tafið verk sem vinna þarf utan ganganna og gæti það einnig leitt til einhverra tafa en áætluð verklok samkvæmt samningi eru í september í haust.

Myndin er fengin af fésbókarsíðu framkvæmdarinnar.