Fréttir
  • Umferðin hlutfall
  • Umferðin vísitala
  • Umferðin samtals
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin vikudaga

Stefnir í að 2022 verði umferðarmesta árið á Hringveginum

Umferðin jókst um 1,9 prósent í október

2.11.2022

Umferðin á Hringvegi jókst um tæp tvö prósent í október sem er met í þeim mánuði. Nú er útlit fyrir að umferðin í ár slái metið frá árinu 2019 á Hringveginum. Gangi það eftir verður árið 2022 umferðarmesta árið fram til þessa. 

Milli mánaða 2021 og 2022
Umferðin í nýliðnum október jókst um 1,9% miðað við sama mánuð á síðasta ári.  Þar með var slegið nýtt met í októberumferð. Umferð jókst á öllum landssvæðum en mest um Austurland eða um rúm 8% en minnst við höfuðborgarsvæðið eða um tæpt. 1%.

Af einstaka talningarstöðum jókst umferðin mest á Mýrdalssandi eða um rúmlega 31% en í umferð á Hellisheiði mældist samdráttur upp á 1,2%.


Samanburðartafla

 


Frá áramótum
Nú hefur umferð aukist um 3,5%, frá áramótum miðað við sama tímabil á síðasta ári. Mest hefur aukningin orðið um Austurland eða tæp 14% en minnst við höfuðborgarsvæðið eða tæpt 1%.

Umferð vikudaga, frá áramótum
Umferð hefur aukist í öllum vikudögum en hlutfallslega mest á fimmtudögum, eða um 5,6%.

Mest er ekið á föstudögum og minnst á laugardögum.

Horfur út árið 2022
Nú stefnir í nýtt umferðarmet á Hringvegi og að umferðin aukist um tæp 3% miðað við árið 2021.  Verði það raunin verður árið 2022 tæplega 1% stærra en metárið 2019, á Hringvegi.